| Sf. Gutt

Dominic Matteo alvarlega veikur

Dominic Matteo, fyrrum leikmaður Liverpool, er alvarlega veikur. Hann fór í aðgerð vegna heilaæxlis fyrir nokkrum dögum. Hann er enn á sjúkrahúsi að jafna sig eftir aðgerðina. 

Dominic ólst upp hjá Liverpool og lék fyrst með aðalliðnu haustið 1993. Hann yfirgaf Liverpool árið 2000. Dominic lék 155 leiki með Liverpool og skoraði tvisvar. Hann gat spilað ýmsar stöður svo sem miðvörð og vinstri bakvörð. Hann spilaði líka stundum á vinstri kantinum.

Frá Liverpool fór hann til Leeds United og lék seinna með Blackburn Rovers og Stoke City. Hann var um tíma í láni hjá Sunderland árið 1995.

Þó Dominic væri fæddur í Skotlandi lék hann með undir 21. árs og B liði Englands. Hann skipti seinna yfir í skoska landsliðið og lék sex landsleiki með aðallandsliði Skotlands. 

Dominic Matteo hefur af og til verið sparkspekingur hjá Liverpool sjónvarpsstöðinni. Hann var á skjánum þar fyrir stuttu.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan