Mario Balotelli

Fæðingardagur:
12. ágúst 1990
Fæðingarstaður:
Palermo, Ítalíu
Fyrri félög:
Inter Milan, Manchester City, AC Milan
Kaupverð:
£ 16000000
Byrjaði / keyptur:
25. ágúst 2014
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Mario Balotelli er án nokkurs vafa stærsta nafnið af þeim leikmönnum sem komu til Liverpool sumarið 2014. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er Balotelli, eða Super Mario eins og hann er oft kallaður, nú þegar einn allra þekktasti knattspyrnumaður veraldar. Það skýrist reyndar ekki aðeins af ótvíræðum knattspyrnuhæfileikum þessa magnaða framherja, heldur kannski fyrst og fremst af undarlegum uppátækjum hans innan vallar sem utan.

Mario Barwuah Balotelli er fæddur í Palermo á Sikiley 12. ágúst 1990. Foreldrar hans eru frá Ghana, en Mario var tekinn frá þeim við þriggja ára aldur og komið í fóstur hjá Balotelli fjölskyldunni á Norður-Ítalíu. Fyrst um sinn var sá háttur hafður á að Mario hitti blóðforeldra sína um helgar, en smám saman fækkaði þeim heimsóknum. Á endanum ákvað Mario að hann vildi ekkert með blóðforeldra sína hafa. Þá var því komið í kring að hann gæti verið alfarið hjá Balotelli fjölskyldunni og hann tók jafnframt upp ættarnafn þeirra.
Hann var þó aldrei formlega ættleiddur og varð því að bíða til 18 ára afmælisdagsins eftir því að fá ítalskan ríkisborgararétt. 

Mario þótti snemma mikið efni og þegar hann var 15 ára gamall fór hann til Barcelona til reynslu, en fékk ekki náð fyrir augum Spánverjanna. Ári síðar komst hann að hjá Inter Milan, þar sem hann var tiltölulega fljótur að skjótast upp á stjörnuhimininn. Hann lék sinn fyrsta alvöru leik fyrir félagið í desember 2007 og var fljótlega farinn að raða inn mörkum fyrir liðið. Þjálfari Inter á þessum tíma var Roberto Mancini, sem seinna átti eftir að stjórna Balotelli hjá Manchester City, og hann hafði mikla trú á Mario, sem lék alls 15 leiki fyrir aðallið Inter tímabilið 2007-2008 og skoraði 7 mörk. Þegar Jose Mourinho var ráðinn í stað Mancinis, fyrir leiktíðina 2008-2009, fór hinsvegar að síga á ógæfuhliðina hjá okkar manni. 



Tölfræðin fyrir Mario Balotelli

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2014/2015 16 - 1 4 - 0 3 - 1 5 - 2 0 - 0 28 - 4
Samtals 16 - 1 4 - 0 3 - 1 5 - 2 0 - 0 28 - 4

Fréttir, greinar og annað um Mario Balotelli

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil