| Grétar Magnússon

Alonso getur spilað á móti Benfica

Rafa upplýsti á blaðamannafundi að Xabi væri búinn að ná sér að fullu og að hann kæmi til greina í byrjunarliðinu í kvöld.

Rafa hafði einnig fleira að segja á fundinum, enda var hann spurður spjörunum úr.  Hann sagði m.a. þetta um gengi liðsins í undanförnum leikjum:  ,,Liðið er að spila mjög vel þessa stundina og við höfum haft ánægju af sigrum gegn liðum sem eru í topp fimm í deildinni."

,,Meistaradeildin er önnur keppni og við vitum hvað við þurfum að gera.  Leikmenn okkar hafa þá reynslu af því að vinna keppnina og hugmynd okkar á morgun (í kvöld) er sú sama, við viljum skora mark og halda okkar marki hreinu ef það er mögulegt."

,,Þetta verður erfitt því þeir eru með gott lið og góðan stjóra og við berum mikla virðingu fyrir þeim.  Þeir eru með nokkra góða leikmenn og varnarmenn þeirra eru góðir í loftinu og þeir geta spilað boltanum."

,,Petit er góður leikmaður á miðjunni og svo er Simao að sjálfsögðu á kantinum."

Benitez var einnig spurður úti ummæli stjóra annara liða í vikunni en hann vildi ekki ræða mikið um það.

Hann sagði:  ,,Mér finnst gaman að sjá lið mitt vinna og ég tala ekki um aðra.  Ég hef sterka skoðun á þessu.  Ef fólk vill tala um okkur þá hlýtur það að vera vegna þess að okkur gengur vel og við erum að taka framförum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan