Djimi Traore ætlar að berjast fyrir sæti sínu
Djimi Traore, sem kominn er aftur á skrið, hyggst reyna hvað hann getur til að vinna sér sæti í liðinu þó að samkeppnin sé mikil. Traore missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu þegar hann reif vöðva í læri en fyrir það hafði hann spilað nokkuð reglulega í liðinu og framlengt samning sinn við félagið.
„Þetta var hræðilegt undirbúningstímabil fyrir mig því að ég var fyrir meiðslum á læri aðeins einni viku eftir að við byrjuðum að æfa aftur. Þetta er annað árið í röð sem ég missi af undirbúningstímabilinu og það voru mikil vonbrigði. Ég hef hins vegar lagt eins hart að mér og ég hef getað til að koma fljótt aftur og ég er ánægður með að vera orðinn heill aftur. Ég þarf aðeins nokkra leiki til að komast í betri leikæfingu og öðlast meira sjálfstraust.
Það verður þó erfitt að komast í liðið því að nú erum við með 2-3 góða leikmenn um hverja stöðu og það er gott fyrir framkvæmdastjórann. Í vinstri bakverðinum eru það t.d. ég, Stevie Warnock og John Arne Riise. Þannig er það líka annars staðar á vellinum. Það eina sem við getum gert er að leggja hart að okkur og sjá svo hverja framkvæmdastjórinn veldur í liðið.“
-
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning