| Sf. Gutt

Dregið í Evrópudeildinni


Fyrr í dag var dregið til átta liða úrslita í Evrópudeildinni. Liverpool mætir Atalanta frá Ítalíu í átta liða úrslitum. Ítalska liðið er sem stendur í sjötta sæti ítölsku deildarinnar. Atalanta er með sterkt lið en ef Liverpool nær sínu besta á liðið að komast yfir þessa hindrun. Fyrri leikurinn fer fram 11. apríl á Anfield Road og liðin ganga svo á hólm á Ítalíu 18. apríl. Hér að neðan er drátturinn í heild sinni.  


AC Milan v Roma
Liverpool v Atalanta
Bayer Leverkusen v West Ham United
Benfica v Marseille

Um leið var dregið til undanúrslita keppninnar. Komist Liverpool áfram úr átta liða úrslitunum verður mótherji þeirra Benfica frá Portúgal eða franska liðið Marseille. Hér fyrir neðan er allur drátturinn.

Benfica/Marseille v Liverpool/Atalanta
AC Milan/Roma v Bayer Leverkusen/West Ham United

Nú er að vona að Liverpool komist alla leið í úrslit í Dublin og vinni svo keppnina. Liverpool hefur unnið þennan bikar þrisvar sinnum hingað til. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan