| Sf. Gutt

Einbeitingin skiptir höfuðmáli!


Harvey Elliott er ungur að árum en býr samt yfir talsverðri reynslu. Hann bíður spenntur eftir grannaslagnum við Everton. Hann segir að til að vinna svona leiki megi maður ekki láta spennuna fara með sig heldur ná fullkomri einbeitingu.

,,Þetta snýst bara um alla þessa spennu sem fylgir leikjunum. Það eru bara tveir leikir milli liðanna á hverri leiktíð. Þetta verður bara betra og betra. Auðvitað fylgir þessu taugaspenna. En mér finnst þegar maður vaknar á leikdegi að spennan sé meiri en taugaóstyrkurinn. Þá fær maður þá tilfiningu að maður vilji spila og sýna sjálfum sér, liðinu og stuðningsmönnum um allan heim sitt allra besta."

,,Um leið og maður stígur út á völlinn hverfur taugaspennan. Þá snýst allt um að vera með fulla einbeitingu á leiknum og framkvæma allt það sem maður er búinn að læra á æfingum þegar út í leikinn er komið."

Eins og venjulega verður spennan á Anfield gríðarleg þegar leikur Liverpool og Everton hefst. Vonandi verður Liverpool borg rauð eftir leikinn!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan