| Sf. Gutt

Af eldgosaáhuga


Í gær var greint frá því hér á Liverpool.is að Jürgen Klopp ætlaði að skjótast til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum. Þessi frétt var birt í tilefni dagsins og eru hér með allir beðnir að afsaka hugsanleg óþægindi sem hafa hlotist af gabbinu. Kannski höfðu einhverjir trú á fréttinni. Um stund að minnsta kosti. :)

Jürgen Klopp hefur vissulega, eins og margir landa hans, áhuga á Íslandi og hann kom hingað til lands í frí árið 2017. Það er þó rétt í frétt gærdagsins. Flest annað í fréttinni var samið í tilefni af deginum í gær!Jürgen sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrr í dag. Þó svo mikið hafi mætt á honum, vegna slaks gengi Liverpool það sem af er árinu, var ekki annað að sjá en hann væri vel stemmdur. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan