| Sf. Gutt
Landsleikjum er lokið í bili. Ekki er annað vitað en að allir hafi sloppir heilir út úr þessari landsleikjahrotu sem eru fréttir út af fyrir sig. Íslenskur fyrrum leikmaður Liverpool skoraði.
Ísland vann Liechtenstein 1:4 í kvöld í forkeppni HM. Guðlaugur Viktor Pálsson, sem var á mála hjá Liverpool frá 2010 til 2011, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Þetta var 26. landsleikur Guðlaugs sem leikur nú með Darmstadt í næst efstu deild í Þýskalandi. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson úr víti skoruðu hin mörkin.
Andrew Robertson var í liði Skota sem unnu Færeyjar 4:0 í Glasgow. Fyrirliðinn lagði upp eitt mark.
Xherdan Shaqiri lék helminginn af vináttuleik Sviss og Finnlands. Sviss vann 3:2.
Norður Írar gerðu markalaust jafntefli við Búlgaríu. Markmaðurinn ungi Liam Hughes var á varamannabekknum. Liam var bætt í hópinn fyrir leikinn og var það í fyrsta sinn sem hann hefur verið í aðalliðshópnum hjá Norður Írum.
Curtis Jones lék með undir 21. árs liði Englands sem vann Króata 2:1. Curtis skoraði en enskir komust ekki áfram. Allt varð vitlaust í leikslok og Curtis fékk rauða spjaldið.
Moahmed Salah skoraði tvö mörk, á mánudaginn, þegar Egyptaland vann 4:0 sigur á eyjamönnum frá Camoros í Afríkukeppninni.
Sadio Mané kom inn á í leik Senegals og Eswatini í sömu keppni. Leiknum lauk 1:1.
Diogo Jota hélt áfram að vera á skotskónum. Hann skoraði eitt marka Portúgals í 3:1 sigri á Lúxemborg.
Holland vann Gríbraltar 7:0. Georginio Wijnaldum skoraði eitt og lagði upp annað.
Ozan Kabak lék með Tyrkjum sem gerðu 3:3 jafntefli við Lettland.
Wales vann Tékka 1:0. Neco Williams lék allan leikinn. Harry Wilson var í byrjunarliðinu og það sama má segja um Danny Ward fyrrum leikmann Liverpool. Hann er nú einn markmanna Leicester City.
Kanada burstaði Keyman eyjar 11:0. Liam Millar, sem er fyrsti Kanadamaðurinn til að spila með Liverpool, var í byrjunarliði Kanada. Hann er nú í láni hjá Charlton Athletic. Leikurinn var í forkeppni Mið Ameríkukeppninnar.
Japan gerði gott betur og rótburstaði Mongólíu 0:14 á útivelli í forkeppni HM! Takumi Minamino braut ísinn með því að skora fyrsta mark leiksins.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Landsleikjum er lokið í bili. Ekki er annað vitað en að allir hafi sloppir heilir út úr þessari landsleikjahrotu sem eru fréttir út af fyrir sig. Íslenskur fyrrum leikmaður Liverpool skoraði.

Ísland vann Liechtenstein 1:4 í kvöld í forkeppni HM. Guðlaugur Viktor Pálsson, sem var á mála hjá Liverpool frá 2010 til 2011, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Þetta var 26. landsleikur Guðlaugs sem leikur nú með Darmstadt í næst efstu deild í Þýskalandi. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson úr víti skoruðu hin mörkin.

Andrew Robertson var í liði Skota sem unnu Færeyjar 4:0 í Glasgow. Fyrirliðinn lagði upp eitt mark.

Xherdan Shaqiri lék helminginn af vináttuleik Sviss og Finnlands. Sviss vann 3:2.

Norður Írar gerðu markalaust jafntefli við Búlgaríu. Markmaðurinn ungi Liam Hughes var á varamannabekknum. Liam var bætt í hópinn fyrir leikinn og var það í fyrsta sinn sem hann hefur verið í aðalliðshópnum hjá Norður Írum.
Curtis Jones lék með undir 21. árs liði Englands sem vann Króata 2:1. Curtis skoraði en enskir komust ekki áfram. Allt varð vitlaust í leikslok og Curtis fékk rauða spjaldið.
Moahmed Salah skoraði tvö mörk, á mánudaginn, þegar Egyptaland vann 4:0 sigur á eyjamönnum frá Camoros í Afríkukeppninni.

Sadio Mané kom inn á í leik Senegals og Eswatini í sömu keppni. Leiknum lauk 1:1.

Diogo Jota hélt áfram að vera á skotskónum. Hann skoraði eitt marka Portúgals í 3:1 sigri á Lúxemborg.
Holland vann Gríbraltar 7:0. Georginio Wijnaldum skoraði eitt og lagði upp annað.
Ozan Kabak lék með Tyrkjum sem gerðu 3:3 jafntefli við Lettland.

Wales vann Tékka 1:0. Neco Williams lék allan leikinn. Harry Wilson var í byrjunarliðinu og það sama má segja um Danny Ward fyrrum leikmann Liverpool. Hann er nú einn markmanna Leicester City.
Kanada burstaði Keyman eyjar 11:0. Liam Millar, sem er fyrsti Kanadamaðurinn til að spila með Liverpool, var í byrjunarliði Kanada. Hann er nú í láni hjá Charlton Athletic. Leikurinn var í forkeppni Mið Ameríkukeppninnar.

Japan gerði gott betur og rótburstaði Mongólíu 0:14 á útivelli í forkeppni HM! Takumi Minamino braut ísinn með því að skora fyrsta mark leiksins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan