| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum
Mikil umræða hefur verið um rysjótt gengi Liverpool í vetur og margir sérfræðingar hafa haft orð á því að ekki sé einungis hægt að kenna meiðslum um ástandið.
Í því ljósi er athyglisvert að skoða hversu margir leikirnir eru það sem af er tímabilinu sem einhverjir lykilmenn, eða í það minnsta aðalliðsmenn, hafa verið fjarverandi vegna meiðsla. Miðverðirnir okkar verma að sjálfsögðu efstu 3 sæti listans, en þegar þetta er ritað hefur Virgil Van Dijk misst af heilum 29 leikjum í öllum keppnum frá því að hann meiddist í október. Fast á hæla Van Dijk koma Joe Gomez með 25 leiki og Joel Matip með 23.
Alls hafa sex leikmenn misst af 20 leikjum eða fleirum og 10 leikmenn misst af 10 leikjum eða fleirum. Það segir sig sjálft að það er gríðarleg blóðtaka fyrir hvaða lið sem er. Líka Englandsmeistara.
Þessi umfjöllun er ekki hugsuð sem afsökun fyrir slæmu gengi liðsins, en það er ótrúlegt að sjá svart á hvítu þann fjölda leikja sem leikmenn hafa verið fjarverandi.
Á vef stuðningsmannaklúbbs Liverpool í Noregi má sjá ítarlega umfjöllun sem Norðmennirnir hafa unnið upp úr tölfræði frá Transfermarkt, meðal annars lista með 18 misjafnlega miklum og misjafnlega mikilvægum meiðslapésum sem sjá má hér fyrir neðan.
Hvernig sem á það er litið er listinn all svakalegur og ljóst að talan hægra megin á bara eftir að hækka hjá nokkrum leikmönnum, til að mynda Van Dijk, Gomez og Matip sem verða ekkert meira með - og hugsanlega ekki Henderson heldur.
Alls hafa sex leikmenn misst af 20 leikjum eða fleirum og 10 leikmenn misst af 10 leikjum eða fleirum. Það segir sig sjálft að það er gríðarleg blóðtaka fyrir hvaða lið sem er. Líka Englandsmeistara.
Þessi umfjöllun er ekki hugsuð sem afsökun fyrir slæmu gengi liðsins, en það er ótrúlegt að sjá svart á hvítu þann fjölda leikja sem leikmenn hafa verið fjarverandi.
Á vef stuðningsmannaklúbbs Liverpool í Noregi má sjá ítarlega umfjöllun sem Norðmennirnir hafa unnið upp úr tölfræði frá Transfermarkt, meðal annars lista með 18 misjafnlega miklum og misjafnlega mikilvægum meiðslapésum sem sjá má hér fyrir neðan.
Hvernig sem á það er litið er listinn all svakalegur og ljóst að talan hægra megin á bara eftir að hækka hjá nokkrum leikmönnum, til að mynda Van Dijk, Gomez og Matip sem verða ekkert meira með - og hugsanlega ekki Henderson heldur.
.jpg)
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mun alltaf elska Liverpool! -
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur
Fréttageymslan

