Stöndum saman


Ég hafði orð á því í desember, m.a. í ritstjórapistli í jólablaði Rauða Hersins, að við mættum ekki láta VAR mótlætið fara um of í taugarnar á okkur. Ég lýsti áhyggjum mínum af því að Klopp væri orðinn óþægilega bitur og aðeins of mikið fórnarlamb í viðtölum. Svolítið að tapa gleðinni. Ég held því miður að líðan og tjáning stjórans sem ég elska og dái hafi á þeim tíma ekki gert liðinu gott. Hvað var að angra hann veit ég ekkert um, en ævintýraleg vanhæfni Englendinga í VAR fræðunum var væntanlega ekki það eina. Kannski voru það veikindi móður hans sem nú er nýlátin og kannski eitthvað allt annað. Hvað veit maður.
Það breytir því ekki að við eigum einn allra besta stjóra í heimi og meðan hann er við stjórnvölinn þá er það skylda okkar stuðningsmanna að standa þétt við bakið á liðinu og styðja það í blíðu og stríðu. Auðvitað má gagnrýna eitt og annað, en Klopp Out, andlegt gjaldþrot og svoleiðis sleggjudómar eru engum til sóma á tímabili sem hefur þróast með sömu ólíkindum og þetta. Það er búið að fjarlægja hryggjarsúluna í vörninni sem býr til í óöryggi út um allan völl, ég held að Klopp hafi stillt upp 16. miðvarðaparinu á tímabilinu í leiknum gegn Leicester, helmingurinn af því var Ozan Kabak sem kom í lok janúar og fékk erfiða eldskírn. Það er til marks um umræðu stuðningsmanna Liverpool á netmiðlum að margir þeirra vilja aldrei sjá hann í Liverpool búningi aftur! Nú verðum við að hætta að láta eins og fávitar á Facebook kæru vinir. Svona komment eru engum sönnum Liverpool aðdáanda til sóma.

Að öllum dagdraumum slepptum þá er raunhæfur möguleiki að Liverpool vinni Meistaradeildina í vor og endi í 2. sæti í deildinni. Verði það niðurstaðan verður það að teljast ótrúlega magnaður árangur eftir allt það sem á undan er gengið. Ég ætla að trúa því að tímabilið endi eins vel og mögulegt er úr þessu. Ef það endar einhvernveginn öðruvísi þá tek ég því og byrja að hlakka til næstu leiktíðar undir stjórn Klopp.
YNWA!
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Faðir Alisson Becker látinn -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því!