| Sf. Gutt

Stoltur að starfa fyrir Liverpool


Á morgun mætir Brendan Rodgers Liverpool í fjórða sinn eftir að hann tók við Leicester City. Hann ber ennþá hlýjar tilfinningar til Liverpool eftir að hafa starfað fyrir félagið.

,,Ég var mjög stoltur af því að starfa fyrir Liverpool. Ég mun ætíð standa í þakkarskuld við félagið fyrir að gefa mér tækifæri á að stjórna einni af mestu stofnunum í knattspyrnuheiminum. Ég sendi þeim heillaóskir þegar þeir unnu Meistaradeildina."


Brendan Rodgers hefur ætíð talað vel um Liverpool. Hann var ráðinn til félagsins sumarið 2012 og það mátti litlu muna að hann gerði Liverpool að Englandsmeisturum á leiktíðinni 2013/14. Hann kom liðinu svo í undanúrslit í bæði Deildarbikarnum og FA bikarnum keppnistímabilið 2014/15. Það mátti litlu muna að hann næði titli eða titlum! En haustið 2015 missti hann starfið hjá Liverpool. 

Brendan tók svo við Glasgow Celtic og vann tvær Þrennur, deild, bikar og Deildarbikar, með liðinu og einn Deildarbikar að auki. Hann tók við Leicester City í febrúar 2019. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan