Leikurinn gegn Leipzig ekki í Þýskalandi

Fyrst var reynt að fá sérstaka heimild fyrir Liverpoolliðið til að koma til Þýskalands í leikinn. Því hefur ríkislögreglan í Þýskalandi hafnað. Knattspyrnusamband Evrópu og RB Leipzig hafa verið í stöðugu sambandi og rætt ýmsar leiðir. Það að skipta á leikjum - þ.e. hafa fyrri leikinn á Anfield og þann seinni, sem á að vera 10. mars, í Þýskalandi - er þó ekki til skoðunar. Leipzig verður að finna nýjan leikstað því ef það tekst ekki telst Leipzog hafa gefið leikinn og Liverpool yrði þá dæmdur 3-0 sigur. Það gæti líka reynst flókið að finna stað sem heimilar flugferðir frá Bretlandi. Annar möguleiki væri að aðeins einn leikur yrði spilaður en ekki tveir.
Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem þessi staða kemur upp því á tímabili leit út fyrir að leikurinn gegn Midtjylland í riðlakeppni meistaradeildarinnar (sjá mynd) gæti ekki farið fram í Danmörku. Búið var að gera ráðstafanir til að flytja hann til Dortmund í Þýskalandi þegar Danirnir fengu heimild til að hafa leikinn.
Liverpool er ekki eina liðið í þessari stöðu, því í dag var tilkynnt að viðureign Arsenal og Benfica í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar yrði aðeins einn leikur á hlutlausum velli.
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss