Úr FA bikarnum

Ófarir Englandsmeistara Liverpool halda áfram. Liverpool féll út úr FA bikarnum eftir 3:2 tap fyrir Manchester United í Manchester. Það gengur ekkert að komast áfram í þessari keppni þessi árin.
Það var hraði í leiknum frá upphafi. Heimamenn fengu fyrsta færið á 10. mínútu þegar Mason Greenwood komst inn í vítateiginn en Alisson Becker varði. Liverpool komst betur inn í leikinn og komst yfir á 18. mínútu. Roberto Firmino sendi hárnákvæma sendingu inn í vítateiginn á Mohamed Salah. Dean Henderson kom út á móti honum en Mohamed lyfti boltanum listilega yfir hann og í markið. Frábært mark. Liverpool náði þó ekki að halda forystunni lengi. Á 26. mínútu náði Manchester United skyndisókn. Marcus Rashford lék fram vinstri kantinn og sendi boltann yfir til hægri á Mason sem fékk boltann í vítateignum þaðan sem hann skoraði neðst í fjærhornið. Leikurinn var jafn til hálfleiks og staðan var jöfn þegar hálfleiksflautið gall.
Manchester United fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og komst yfir eftir þrjár mínútur. Mason sendi inn fyrir vörnina. Ryhs Williams missti boltann framhjá sér. Marcus slapp í gegn vinstra megin og skoraði neðst hornið fjær. Liverpool lagði ekki árar í bát og tíu mínútum seinna var staðan orðin jöfn. Roberto sendi á Mohamed og hann skoraði af öryggi úr miðjum vítateignum. James Milner lék boltann fara og þar með var Mohamed frír. Vel gert.
Liverpool spilaði mjög vel í framhaldinu. Nokkrum mínútum seinna sendi Mohamed á Trent Alexander-Arnold. Hann fékk boltann í góðu skotfæri í vítateignum en Dean varði. Á 67. mínútu lagði Roberto upp færi fyrir Mohamed en Dean varði. Mohamed hefði átt að skora og svo var varamaðurinn Sadio Mané í færi við hliðina á honum. Á þessum leikkafla spilaði Liverpool mjög vel.
Þegar 12 mínútur voru eftir fékk Manchester United ódýra aukaspyrnu rétt uan vítateigs. Varamaðurinn Bruno Fernandes tók aukaspyrnuna og skoraði með föstu skoti neðst í hægra hornið. Alisson hefði átt að verja og mjög gremjulegt að lenda undir eftir að hafa verið betra liðið lengi vel í síðari hálfleik.
Liverpool reyndi að jafna en ekkert gekk. Edinson Cavani var nærri því búinn að skora þegar mínúta var eftir en skalli hans fór í stöng. Liverpool mátti þola tap og enn eitt árið kemst liðið ekkert áleiðis í FA bikarnum.
Liverpool spilaði vel á löngum köflum í leiknum en heppnin var ekki með liðinu. Batamerki voru á liðinu. Það hlýtur að fara að koma að því að betur fari að ganga. Það getur bara ekki annað verið!
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn spilaði mjög vel og skoraði tvö mörk. Reyndar hefði hann átt að skora þrennu.
Jürgen Klopp: Ég sá mörg skref tekin í rétta átt. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera. Við þurfum að taka skref í rétta átt og við höfum þegar gert það en það eru nokkur skref eftir.
- Mohamed Salah er nú búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni.
- Liverpool hefur ekki komst lengra en í 5. umferð í FA bikarnum frá því á leiktíðinni 2014/15.
- Alisson Becker spilaði sinn fyrsta leik í FA bikarnum frá því hann kom til Liverpool.
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Faðir Alisson Becker látinn -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Henderson fór í aðgerð -
| Heimir Eyvindarson
10 leikmenn hafa misst af 10 leikjum eða fleirum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi -
| Sf. Gutt
Jordan Henderson meiddur -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Grétar Magnússon
Breytingar á leikjum -
| Sf. Gutt
Þar kom að því!