| Grétar Magnússon

Jafntefli í Danmörku

Liverpool og Midtjylland skildu jöfn 1-1 í lokaleik D-riðils Meistaradeildar. Enn og aftur kom myndbandsdómgæsla við sögu og það hallaði auðvitað á Liverpool.

Byrjunarlið Jürgen Klopp kom svolítið á óvart því þeir Fabinho, Mohamed Salah, Naby Keita og Diogo Jota voru með ásamt Trent Alexander-Arnold. Að öðru leyti var þetta eins og fyrirfram var búist við og Leighton Clarkson, sem er aðeins 19 ára gamall, byrjaði í fyrsta sinn í Evrópu.

Það voru svo ekki nema 55 sekúndur liðnar af leiknum þegar Salah hafði komið gestunum yfir. Hann komst inní slaka sendingu til baka og lék inní teiginn þar sem varnarmaður pressaði hann og markmaðurinn kom út á móti. En Egyptinn náði að pota boltanum undir markvörðinn og í markið, gott mark þó það hafi ekki verið fallegt. Liverpool menn voru betri framan af og markvörður þeirra varði vel frá Jota á 19. mínútu. Næsta færi fékk Origi eftir sendingu frá Salah, þrumuskot Belgans fór rétt framhjá. Heimamenn sýndu klærnar þegar líða fór á fyrri hálfleikinn og Fabinho hreinsaði á línu þegar Sory Kaba skallaði að marki. Bæði lið fengu svo færi eftir þetta en náðu ekki að bæta við marki, staðan 0-1 í hálfleik.


Klopp gerði eina skiptingu í hálfleik þegar Billy Koumetio kom inná fyrir Fabinho í vörnina. Eitthvað voru Liverpool menn lengi að átta sig á því að seinni hálfleikur var hafinn og Evander nýtti sér það og þrumaði boltanum í slána og Kaba náði ekki að nýta sér frákastið, setti boltann framhjá. Kostas Tsimikas þurfti svo að fara af velli þar sem hann virtist meiðast á hné, um leið kom Jordan Henderson inná fyrir Naby Keita. Þegar skiptingin átti sér stað var myndbandsdómgæslan að kanna hvort að dæma ætti víti þegar Kelleher felldi Dreyer í teignum þegar hann var kominn í gegn. Þegar sendingin kom virtist Dreyer hinsvegar vera rangstæður þegar sendingin kom og línuvörðurinn hafði meira að segja lyft flaggi sínu. Dómarinn fór að skjánum og ákvað að dæma víti ! Stórfurðuleg ákvörðun. Alexander Scholz skoraði svo örugglega úr vítinu. Hann var aftur á ferðinni ekki svo löngu síðar þegar hann kláraði flott færi með þrumuskoti upp í þaknetið en það mark var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok leiksins hefðu svo bæði lið getað skorað og reyndar gerðu Liverpool menn það en markið var dæmt af...

Kelleher tvisvar vel, sérstaklega í seinna skiptið þrumu skalla eftir hornspyrnu. Í uppbótartíma skoraði svo Takumi Minamino eftir sendingu fyrir markið sem Mané reyndi að skalla að marki. Línuvörðurinn flaggaði strax rangstöðu en endursýning staðfesti að það svo var ekki. Boltinn virtist hafa viðkomu í varnarmanni Midtjylland á leið til Minamino en einhverra hluta vegna var dæmd hendi á Mané þó það væri ekki vel greinanlegt að boltinn hefði farið í hendina á honum. En hvað um það, ekkert meira markvert gerðist og lokatölur 1-1.

Midtjylland: Hansen, Cools, Sviatchenko, Scholz, da Silva, Cajuste, Ogochukwu Onyeka (Isaksen, 63. mín.), Dreyer (Sisto, 76. mín.), da Silva Ferreira (Madsen, 90. mín.), Mabil (Anderson, 64. mín.), Kaba (Pfeiffer, 94. mín.). Ónotaðir varamenn: Høegh, Thorsen, Vibe, Ottesen, Dyhr, Sery Larsen.

Mark Midtjylland: Alexander Scholz (62. mín. (víti)).

Gul spjöld: Cools, Ogochukwu Onyeka, Anderson.

Liverpool: Kelleher, Alexander-Arnold, R. Williams, Fabinho (Koumetio, 45. mín.), Tsimikas (Robertson, 61. mín.), Keita (Henderson, 61. mín.), Clarkson, Minamino, Salah, Origi (Firmino, 71. mín.), Jota (Mané, 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Jaros, N. Williams, Matip, Wijnaldum, Jones, Cain.

Mark Liverpool: Mohamed Salah (1. mín.).

Gult spjald: Caoimhin Kelleher.

Maður leiksins: Kannski ekki svo auðvelt að velja mann leiksins þegar liðið náði aldrei almennilegum takti í sinn leik. En Caoimhin Kelleher stóð sig einna best, varði vel þegar á reyndi og kom litlum vörnum við í vítaspyrnunni sem var örugg. Setjum nafnbótina á hann að þessu sinni.

Fróðleikur:

- Liverpool enda í toppsæti D-riðils með 13 stig.

- Mohamed Salah er núna markahæstur leikmanna félagsins í Meistaradeildinni með 22 mörk, einu marki meira en Steven Gerrard.

- Aldrei áður í Evrópu sögu félagsins hefur hafði liðinu tekist að skora svona snemma í leik.

- Billy Koumetio er yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Meistaradeild, 18 ára og 25 daga gamall.

- Leighton Clarkson spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið.

- Aðeins einu sinni áður hefur Liverpool náð í fleiri stig í riðlakeppni Meistaradeildar, nánar tiltekið 14 stig tímabilið 2008-09.

- Dregið verður í 16-liða úrslit keppninnar mánudaginn 14. desember.






TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan