Ferskir fætur í Danmörku

Klopp sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ljóst að það yrðu töluverðar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Wolves í ljósi þess að eftir það verða leiknir sex deildarleikir á þremur dögum. Allir sluppu heilir frá síðasta leik.
Þegar hann var spurður hvort margir ungir leikmenn myndu fá að spreyta sig í leiknum sagði hann: „Við sjáum til. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekkert verið ákveðið. En planið er að fá ferska fætur inn í leikinn. Það er mikilvægt að það séu nógu góðir leikmenn í liðinu til að geta gert þær breytingar sem maður þarf að gera. Og þær eru nauðsynlegar út af leikjaplaninu.
Þessi leikur er þremur dögum eftir síðasta leik sem er í góðu lagi. Næsti leikur er svo á sunnudag gegn Fulham, svo er leikur á miðvikudag gegn Tottenham og svo hádegisleikur á laugardeginum gegn Crystal Palace. Þetta eru fjórir leikir á tíu dögum. Það er mjög mikið og við verðum að taka tillit til þess.“
Einn þeirra sem er í hópnum sem fór til Danmerkur er Billy Koumetio. Ef hann tekur þátt í leiknum verður hann sá yngsti til að spila Evrópuleik fyrir Liverpool, 18 ára og 25 daga gamall.
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður