| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Brighton and Hove Albion vs Liverpool

Í raun ætti þessi leikur alls ekki að fara fram á þessum leiktíma. Það er óboðlegt að leikmönnum ensks liðs skuli vera boðið upp á að leika í hádeginu á laugardegi eftir að hafa spilað Evrópuleik á miðvikudagskvöldi. Það er með ólíkindum hvað sjónvarpsstöðvarnar leyfa sér.

Manchester United lenti í þessu fyrir nokkrum og nú Liverpool. Það er ekki að undra að framkvæmdastjórar liðanna hafi látið sjónvarpsyfirvöld heyra það síðustu vikurnar. Síðast Jürgen Klopp eftir sigur Liverpool á Leicester City um síðustu helgi. Samt heldur ruglið áfram!

Segja má að Jürgen Klopp hafi tekið áhættu sem mistókst á miðvikudagskvöldið þegar hann breytti liði sínu of mikið fyrir Evrópuleikinn á móti Atalanta. Sigur eða stig hefði komið Liverpool áfram en nú má ekkert út af bera. Liverpool leikur svo gegn Ajax í næstu viku. Hugsanlega gæti mikilvægi þess leiks haft eitthvað að segja um hvaða Rauðliðar verða sendir til leiks í hádeginu á morgun. 


Mohemed Salah er aftur til taks þó hann eins og aðrir leikmenn Liverpool hafi verið úti á túni á móti Atalanta. Eins byrjaði Jordan Henderson að æfa fyrir helgina. Það er þó ekki víst að hann spili á morgun því hann er búinn að vera meiddur. Annars er staðan svipuð í meiðslamálum.

Brighton er með mjög seigt lið sem getur staðið í sterkustu liðum deildarinnar á góðum degi. Liverpool þarf því að spila vel. Mun betur en á móti Atalanta! Liverpool vann 1:3 í Brighton í sumar. Ég spái sömu úrslitum á morgun. Mohamed Salah skorar tvö og Curtis Jones eitt. 

YNWA!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan