| HI

Áhorfendur 5. desember

Tvö þúsund áhorfendur geta verið á leik Liverpool og Wolves 5. desember. Það verður í fyrsta sinn síðan í mars sem áhorfendur geta verið á leik á Anfield.

Breska ríkisstjórnin gaf í dag út hvaða takmarkanir gilda í hvaða borgum þegar allsherjar útgöngubann fellur úr gildi á Englandi 2. desember. Aðgerðunum er skipt í þrjú þrep, þar sem þrep eitt er vægast og þrep þrjú harðast. Liverpool hefur verið sett á þrep 2, sem þýðir að 2.000 áhorfendur geta verið á leikjum þar. Næsti leikur á Anfield eftir það er gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni 5. desember. Takmarkanirnar verða svo endurskoðaðar 16. desember. Til samanburðar er Manchester á þrepi þrjú, sem þýðir að liðin þar verða að bíða enn um sinn eftir að hleypa áhorfendum inn á völlinn.

Ekki liggur fyrir hvernig þessi opnun verður útfærð en gera má ráð fyrir að áhorfendur þurfi að virða fjarlægðarmörk, auk þess sem strangar öryggisráðstafanir verði bæði innan og utan vallar. 

Þetta er stór áfangi í ensku úrvalsdeildinni, en þar sem veiran sem veldur þessum takmörkunum er skæð er rétt að vera hóflega bjartsýnn á framhaldið.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan