| Sf. Gutt

Nýtt félagsmet!


Liverpool setti nýtt félagsmet í kvöld. Um leið og dómarinn staðfesti 3:0 sigur Liverpool á Leicester City með því að flauta til leiksloka var nýtt félgsmet skráð í annála félagsins! Anfield er sannkallað virki!


Liverpool hefur nú leikið 64 deildarleiki í röð á Anfield Road án taps. Fyrra metið var 63 leikir og var það sett á valdatíma Bob Paisley frá febrúar 1978 til janúar 1981. Liverpool tapaði síðast deildarleik á Anfield í apríl 2017 þegar Crystal Palace vann 1:2. 


Liverpool hefur unnið 53 leiki af leikjunum 64 og gert 11 jafntefli. Leikmenn Liverpool hafa skorað 169 í þessum leikjum og fengið 42 á sig. Alls hefur Liverpool fengið 170 stig í þessum leikjum. Jürgen Klopp hefur notað 40 leikmenn. Þess má geta að Bob Paisley notaði 20 leikmenn þegar gamla metið var sett.


Annað félagsmet féll líka á móti Leicester. Með því að skora í leiknum hefur Liverpool skorað í 39 deildaarleikjum í röð á Anfield. Það er nýtt félagsmet í efstu deild. Frábær árangur!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan