| Grétar Magnússon
Þá er síðasta landsleikjahléi ársins lokið og því ber að fagna. Hér rennum við yfir hvernig leikmönnum félagsins gekk með sínum liðum.
Á þriðjudagskvöldið var Diogo Jota í byrjunarliði Portúgal í dramatískum 3-2 sigri á Króatíu.
Takumi Minamino kom inná í seinni hálfleik þegar Japanir mættu Mexíkó í vináttuleik í Austurríki, lokatölur voru 2-0 fyrir Mexíkó.
U-21 árs lið Englendinga mætti Albaníu í undankeppni Evrópumótsins á Molineux leikvanginum í Wolverhampton. Curtist Jones kom inná á 61. mínútu leiksins og hjálpaði sínum mönnum að landa 5-0 sigri.
Á miðvikudagskvöldið voru svo fjölmargir leikir.
Hollendingar mættu Pólverjum á útivelli og þar hélt Gini Wijnaldum áfram að skora fyrir sína menn og sem fyrr var hann fyrirliði liðsins. Hann skoraði sigurmark Hollendinga seint í leiknum, lokatölur 1-2.
Wales mættu Finnum á heimavelli og sigruðu 3-1 þar sem Harry Wilson skoraði fyrsta mark leiksins. Neco Williams sat allann tímann á bekknum.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir mættu Slóveníu á heimavelli og þar urðu lokatölur 0-0.
Andy Robertson var mættur á ný í byrjunarlið Skota sem mættu Ísrael á útivelli, hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Írar mættu Búlgaríu á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Roberto Firmino spilaði svo allan leikinn fyrir Brasilíu í undankeppni HM hjá landsliðum í Suður-Ameríku. Brassar mættu Úrúgvæ á útivelli og sigruðu 0-2, Alisson Becker sat á bekknum og kom ekki við sögu.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir
Þá er síðasta landsleikjahléi ársins lokið og því ber að fagna. Hér rennum við yfir hvernig leikmönnum félagsins gekk með sínum liðum.Á þriðjudagskvöldið var Diogo Jota í byrjunarliði Portúgal í dramatískum 3-2 sigri á Króatíu.
Takumi Minamino kom inná í seinni hálfleik þegar Japanir mættu Mexíkó í vináttuleik í Austurríki, lokatölur voru 2-0 fyrir Mexíkó.
U-21 árs lið Englendinga mætti Albaníu í undankeppni Evrópumótsins á Molineux leikvanginum í Wolverhampton. Curtist Jones kom inná á 61. mínútu leiksins og hjálpaði sínum mönnum að landa 5-0 sigri.
Á miðvikudagskvöldið voru svo fjölmargir leikir.
Hollendingar mættu Pólverjum á útivelli og þar hélt Gini Wijnaldum áfram að skora fyrir sína menn og sem fyrr var hann fyrirliði liðsins. Hann skoraði sigurmark Hollendinga seint í leiknum, lokatölur 1-2.
Wales mættu Finnum á heimavelli og sigruðu 3-1 þar sem Harry Wilson skoraði fyrsta mark leiksins. Neco Williams sat allann tímann á bekknum.
Kostas Tsimikas spilaði allan leikinn þegar Grikkir mættu Slóveníu á heimavelli og þar urðu lokatölur 0-0.
Andy Robertson var mættur á ný í byrjunarlið Skota sem mættu Ísrael á útivelli, hann spilaði allan leikinn í 1-0 tapi.
Írar mættu Búlgaríu á heimavelli og endaði leikurinn með markalausu jafntefli þar sem Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Roberto Firmino spilaði svo allan leikinn fyrir Brasilíu í undankeppni HM hjá landsliðum í Suður-Ameríku. Brassar mættu Úrúgvæ á útivelli og sigruðu 0-2, Alisson Becker sat á bekknum og kom ekki við sögu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan

