| Grétar Magnússon
Naby Keita, Sadio Mané og Gini Wijnaldum voru á skotskónum fyrir landslið sín á sunnudaginn, fleiri leikmenn félagsins komu einnig við sögu.
Hollendingar mættu Bosníu Hersegóvínu í Amsterdam og sigruðu 3-1. Gini Wijnaldum var fyrirliði heimamanna og skoraði tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Hann spilaði 64 mínútur í leiknum og við vonum að hann hafi komist óskaddaður frá þessu verkefni.
Naby Keita skoraði flott mark með þrumuskoti fyrir utan teig þegar Gínea og Chad gerðu 1-1 jafntefli.
Sadio Mané skoraði eina mark leiksins þegar Senegal sigruðu Gíneu-Bissá. Sigurinn tryggði Senegal sæti í úrslitakeppni Afríkumóts landsliða.
Englendingar mættu Belgum á útivelli og Jordan Henderson var í byrjunarliði Englands. Honum var skipt útaf í hálfleik vegna meiðsla og við vonum að þau séu ekki að halda honum lengi frá. Þetta fer að verða gott með meidda leikmenn Liverpool á þessum tímapunkti.
Kostas Tsimikas byrjaði hjá Grikkjum sem mættu Moldavíu á útivelli. Hann spilaði í 62 mínútur í 2-0 sigri sinna manna.
Wales og Írland mættust í Cardiff þar sem Neco Williams spilaði allan leikinn í 1-0 sigri heimamanna, Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Marko Grujic, sem er á láni hjá Porto spilaði síðasta hálftímann með Serbum í 1-1 jafntefli gegn Ungverjalandi.
Andy Robertson kom svo ekkert við sögu hjá Skotum sem töpuðu fyrir Slóvakíu 1-0 en hann verður áfram í herbúðum Skota sem mæta Ísrael á miðvikudagskvöldið. Landsliðsþjálfari Skota, Steve Clarke, sagði að Robertson væri lítillega meiddur en að hann myndi vonandi geta spilað gegn Ísrael.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Hollendingar mættu Bosníu Hersegóvínu í Amsterdam og sigruðu 3-1. Gini Wijnaldum var fyrirliði heimamanna og skoraði tvö mörk á fyrstu 14 mínútum leiksins. Hann spilaði 64 mínútur í leiknum og við vonum að hann hafi komist óskaddaður frá þessu verkefni.
Naby Keita skoraði flott mark með þrumuskoti fyrir utan teig þegar Gínea og Chad gerðu 1-1 jafntefli.
Sadio Mané skoraði eina mark leiksins þegar Senegal sigruðu Gíneu-Bissá. Sigurinn tryggði Senegal sæti í úrslitakeppni Afríkumóts landsliða.
Englendingar mættu Belgum á útivelli og Jordan Henderson var í byrjunarliði Englands. Honum var skipt útaf í hálfleik vegna meiðsla og við vonum að þau séu ekki að halda honum lengi frá. Þetta fer að verða gott með meidda leikmenn Liverpool á þessum tímapunkti.
Kostas Tsimikas byrjaði hjá Grikkjum sem mættu Moldavíu á útivelli. Hann spilaði í 62 mínútur í 2-0 sigri sinna manna.
Wales og Írland mættust í Cardiff þar sem Neco Williams spilaði allan leikinn í 1-0 sigri heimamanna, Caoimhin Kelleher sat á varamannabekknum.
Marko Grujic, sem er á láni hjá Porto spilaði síðasta hálftímann með Serbum í 1-1 jafntefli gegn Ungverjalandi.
Andy Robertson kom svo ekkert við sögu hjá Skotum sem töpuðu fyrir Slóvakíu 1-0 en hann verður áfram í herbúðum Skota sem mæta Ísrael á miðvikudagskvöldið. Landsliðsþjálfari Skota, Steve Clarke, sagði að Robertson væri lítillega meiddur en að hann myndi vonandi geta spilað gegn Ísrael.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan