| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Landsleikir halda áfram þrátt fyrir að það sé í raun út í hött. Fyrirliðinn Andrew Robertson átti þátt í frækilegu afreki Skotlands á fimmtudagskvöldið þegar liðið komst í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn frá því 1998. Skotar gerðu 1:1 jafntefli við Serba á útivelli í umspili um sæti á EM á fimmtudagskvöldið. Eftir framlengingu tók við vítakeppni sem Skotar unnu 4:3. Löng bið Skota eftir sæti á stórmóti var þar með á enda. Andrew spilaði allan leikinn. Marko Grujic var varamaður hjá Serbum.


Péter Gulácsi, sem fyrr var á mála hjá Liverpool, gerði hroðaleg mistök í umspilsleik Ungverja og Íslendinga þegar hann missti skot Gylfa Þórs Sigurðssonar í markið snemma leiks. Ungverjar skoruðu tvisvar í lokin og komust áfram. Peter er núna markmaður RB Leipzig í Þýskalandi.

England vann Írland 3:0 á Wembley í vináttuleik. Jordan Henderson og Caoimhin Kelleher voru varamenn. 

Í öðrum vináttuleik gerðu Veilsvejar jafntefli án marka á móti Bandaríkjamönnum. Harry Wilson lék allan leikinn. Neco Williams var varamaður. 

Brasilía vann Venesúela. Roberto Firmino skoraði eina mark leiksins. Alisson Becker var á bekknum.


Takumi Minamino skoraði sigurmarkið þegar Japan vann Panama 1:0. Markið kom úr víti. 

Í gærkvöldi lék Xherdan Shaqiri þegar Sviss gerði 1:1 jafntefli á heimavelli við Spán. Sergio Ramos lék sinn 177. landsleik fyrir Spán. Engin Evrópumanna hefur leikið fleiri landsleiki í karlaflokki. 

Þjóðadeildarmeistarar Portúgals féllu úr leik eftir 0:1 tap á heimavelli fyrir heimsmeisturum Frakka. Diogo Jota kom við sögu. 

Curtis Jones skoraði fyrsta mark sitt fyrir undir 21. árs lið Englands og var besti maður vallarins þegar enskir unnu Andorra 3:1. Ryhs Williams var líka í liðinu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan