| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Stórleikur helgarinnar fer fram í Manchester á morgun. Kannski er þetta mesti stórleikurinn það sem af er leiktíðarinnar. Hvernig sem er á það litið þá heimsókn Englandsmeistara Liverpool til Manchcester City sem hefur Deildarbikarinn í sinni vörslu stórleikur. Síðustu tvær leiktíðir hafa liðin barist um Englandsmeistaratitilinn og liðin eiga þrjá síðustu landslitla á Englandi. 


Liðin mættust síðast í sumar á Etihad leikvanginum og þá stóðu leikmenn City heiðursvörð fyrir nýbakaða Englandsmeistara. City vann 4:0 í leik sem Liverpool reyndar byrjaði mjög vel. Liverpool vann síðast deildarleik gegn City í Manchester á leiktíðinni 2015/16. Það er því verk að vinna!

Málið er einfalt. Liverpool fer í efsta sæti deildarinnar með því að vinna Manchester City. Það er erfitt verkefni en alls ekki óframkvæmanlegt. City liðið er frábært en það er ekki jafn sterkt og þegar það varð meistari 2018/19. Vincent Kompany og David Silva hafa verið leiðtogar liðsins á liðnum árum og það er skarð fyrir skildi þegar þeir eru ekki lengur til taks. Það er því lag að koma lagi á City.


Margir töldu Liverpool ekki ráða við fjarveru Virgil van Dijk en hvað sem verður á næstu mánuðum þá hefur Liverpool unnið alla leiki sína eftir að hann meiddist. Joe Gomez hefur verið frábær í hjarta varnarinnar og allir þeir sem hafa leikið við hlið hans hafa skilað sínu með sóma. En mesta athygli síðustu vikurnar hefur framganga Diogo Jota vakið. Portúgalinn hefur spilað frábærlega og þrenna hans á móti Atalanta á þriðjudagskvöldið verður lengi í minnum höfð!Leikmenn Liverpool æfðu í síðasta sinn á Melwood í dag. Þar með lauk 60 ára löngum kafla í sögu Liverpool Football Club. Nýtt æfingasvæði á Kirkby bíður leikmanna þegar komandi landsleikjahlé er yfirstaðið. Akademía Liverpool er það fyrir og hefur verið um nokkurt skeið en nú hefur svæðið verið stækkað þannig að það rúmi líka umsvif aðalliðsins. 
Ótal sinnum í gegnum árin hafa verið lögð drög að merkum sigrum Liverpool á Melwood. Ég spái því að svo hafi verið gert í dag. Liverpool vinnur 1:2. Diogo Jota og Sado Mané skora og koma Liverpool á toppinn!

YNWA!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan