| Sf. Gutt

Síðasta æfingin á Melwood


Í dag rann sú sögulega stund upp að aðallið Liverpool æfði í síðasta skipti á Melwood. Þar hefur Liverpool æft í áratugi eða allt frá því að Bill Shankly var framkvæmdastjóri Liverpool.

Þegar leikmenn Liverpool koma aftur til æfinga eftir komandi landsleikjahlé munu þeir æfa á nýju æfingasvæði í Kirkby úthverfi Liverpool. Þar er búið að byggja upp nýtt æfingasvæði. Sú breyting verður á að þar æfir aðallið á sama svæði og yngri leikmenn félagsins. Allar  æfingar liðsins verða nú ef svo má segja undir sama þaki!

Til stóð að æfingasvæðið yrði tilbúið núna í sumar. Það varð ekki svo því heimsfaraldurinn hægði á framkvæmdum. En núna er allt tilbúið og æfingar hefjast á nýja svæðinu seinna í þessum mánuði! TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan