| Heimir Eyvindarson

Helgarþrautin - Rétt svör

Hér koma rétt svör við Helgarkvissi Liverpoolklúbbsins. 


Spurning 1- Úrslitaleikurinn í FA bikarnum 2006 hefur oft verið nefndur The Gerrard Final, enda átti Steven Gerrard algeran stórleik á Millenium Stadium þennan dag; lagði upp eitt mark, skoraði tvö og eitt að auki í vítakeppninni. Gerrard hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei spilað betur en í þessum leik, en þess má geta að Rafa Benítez sagði eftir leikinn að Momo Sissoko hefði verið maður leiksins. 

Spurning 2 - Liverpool mætti Barcelona sællar minningar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar 2018-2019. Seinni leikurinn á Anfield er einhver ótrúlegasta frammistaða allra tíma í Liverpool sögunni. 

Spurning 3 - Diogo Jota
skoraði 10 þúsundasta mark Liverpool á dögunum. 

Spurning 4 - Pepe Reina varði tvær vítaspyrnur í seinni undanúrslitaleik Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni vorið 2007. Fyrst frá Arjen Robben og síðan frá Geremi. 

Spurning 5 - Daniel Agger skoraði eina mark Liverpool í venjulegum leiktíma í þessum sama leik. Með þrumufleyg eins og honum einum var lagið. 

Spurning 6 - Yossi Benayoun

Spurning 7 - Christian Benteke
er sá leikmaður sem Brendan Rodgers borgaði mest fyrir á sínum tíma hjá Liverpool. 32 milljónir kostaði kappinn. 

Spurning 8 - Sadio Mané, Craig Bellamy, Mo Salah og Robbie Fowler eiga það sameiginlegt að vera allir nákvæmlega jafn háir, 175 sentimetrar. 

Spurning 9 - Gary McAllister er elsti leikmaður sem hefur leikið Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool. 

Spurning 10 - Mark Wright
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan