| Heimir Eyvindarson

Helgarkviss - Úrslit og rétt svör

Við þökkum enn og aftur frábæra þátttöku í Helgarkvissi Liverpoolklúbbsins. Einn heppinn þátttakandi hefur verið dreginn út, með hjálp Random.org

Vinningshafinn að þessu sinni er Ólafur Heiðar Harðarson 

Rétt svör við spurningunum eru hér: 

Spurning 1 - Liverpool tapaði alls þremur leikjum í deildinni á síðasta tímabili 

Spurning 2 - Adam Lallana kom inná fyrir Mo Salah eftir árás Sergio Ramos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018

Spurning 3 -  Christian Poulsen var fjórði Daninn sem lék með aðalliði Liverpool, ekki svo sællar minningar. Hinir þrír voru hinir þó nokkuð mikils metnu Jan Mølby og Daniel og hinn alls ekki svo mikils metni Torben Piechnik. Þrír Danir til viðbótar hafa verið á mála hjá Liverpool. Þeir eiga það sameiginlegt að vera allir markverðir og enginn þeirra hefur leikið leik með aðalliðinu. 

Spurning 4 - Daniel Sturridge var síðasti leikmaður Liverpool til að skora mark á stórmóti, en hann skoraði á EM í Frakklandi 2016. 

Spurning 5 -  Josemi, Igor Biscan, Antonio Nunez og Scott Carson sátu allir á bekknum í Istanbul 2005. Sem betur fer. 

Spurning 6 - Liverpool vann Roma í úrslitaleik Evrópukeppninnar 1984 undir stjórn Joe Fagan. Liverpool vann tvo titla til viðbótar á fyrstu stjóratíð Fagan og þar með varð hann fyrstur breskra þjálfara til að ná þrennu á einu og sama tímabili

Spurning 7 - Phil Thompson gekk til liðs við Sheffield United eftir að löngum og glæsilegum ferli hans hjá Liverpool lauk. Thompson var hjá Liverpool frá 1971-1984 og lék síðan tvö síðustu ár ferilsins með Sheffield. 

Spurning 8 - Didi Hamann klikkaði á vítaspyrnu í vítakeppninni sem þurfti til að útkljá sigurinn í fyrsta úrslitaleik Liverpool á þrennutímabilinu 2000-2001. Sem betur fer skorðu Gary McAllister, Robbie Fowler, Nick Barmby, Christian Ziege og Jamie Carragher úr sínum spyrnum og það dugði til. 

Spurning 9 - Daniel Agger var varafyrirliði á undan Jordan Henderson

Spurning 10 - John Arne Riise er sá Norðmaður sem hefur leikið flesta leiki fyrir Liverpool. Hann lék alls 348 leiki fyrir liðið á árunum 2001-2008,  Stig Inge-Bjørnebye kemur honum næstur með 184 leiki. Vegard Heggem var þjakaður af meiðslum mest allan feril sinn hjá Liverpool og lék af þeim sökum einungis 84 leiki og Øyvind Leonhardsen lék einungis 49 leiki. Þess má geta að hinn al ómögulegi Bjørn Tore Kvarme lék fleiri leiki en Leonhardsen, en hann lék 54 leiki á árunum 1997-1999. Frode Kippe er svo sjötti Norðmaðurinn sem hefur verið í herbúðum Liverpool en hann lék til allrar hamingju aðeins 2 leiki með aðalliðinu.


 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan