| Sf. Gutt
Liverpool hefur nú leikið á móti Everton í heilan áratug án þess að tapa deildarleik. Það er magnaður árangur svo ekki sé meira sagt!
Liverpool og Everton mættust á Goodison Park síðasta laugardag í mögnuðum leik. Leiknum lauk 2:2 en eins og allir stuðningsmenn Liverpool vita þá hefði Liverpool átt að vinna 2:3. En því miður þá réðu mistök dómara innan vallar sem utan því að Liverpool vann ekki verðskuldaðan sigur!
En hvernig sem það var þá er nú liðinn einn áratugur frá því Everton vann Liverpool síðast í deildarleik. Á þessum áratug hafa liðin leikið 20 deildarleiki. Síðasti sigur Evrton kom 17. október 2010 en unnu þeir Bláu 2:0 á Goodison Park. Á Anfield vann Everton síðast haustið 1999. Hér er aðeins um deildarleiki að ræða. Ef leikir í öllum keppnum eru teknir þá hefur Everton ekki unnið Liverpool í 22 síðustu leikjum liðanna!
Leikurinn á laugardaginn var 237. leikur liðanna. Liverpool hefur unnið 95 en Everton 66. Jafnteflin eru 76 talsins.
Jürgen Klopp hefur byrjað betur á móti Everton af öllum framkvæmdastjórum í sögu Liverpool. Hann hefur stjórnað Liverpool í 11 leikjum, í öllum keppnum, gegn Everton og aldrei tapað. Bob Paisley átti gamla metið sem var tíu leikir.
Frábær árangur Liverpol á móti Everton það sem af er 21. aldarinnar!
TIL BAKA
Heill áratugur án taps!

Liverpool hefur nú leikið á móti Everton í heilan áratug án þess að tapa deildarleik. Það er magnaður árangur svo ekki sé meira sagt!

Liverpool og Everton mættust á Goodison Park síðasta laugardag í mögnuðum leik. Leiknum lauk 2:2 en eins og allir stuðningsmenn Liverpool vita þá hefði Liverpool átt að vinna 2:3. En því miður þá réðu mistök dómara innan vallar sem utan því að Liverpool vann ekki verðskuldaðan sigur!
En hvernig sem það var þá er nú liðinn einn áratugur frá því Everton vann Liverpool síðast í deildarleik. Á þessum áratug hafa liðin leikið 20 deildarleiki. Síðasti sigur Evrton kom 17. október 2010 en unnu þeir Bláu 2:0 á Goodison Park. Á Anfield vann Everton síðast haustið 1999. Hér er aðeins um deildarleiki að ræða. Ef leikir í öllum keppnum eru teknir þá hefur Everton ekki unnið Liverpool í 22 síðustu leikjum liðanna!

Leikurinn á laugardaginn var 237. leikur liðanna. Liverpool hefur unnið 95 en Everton 66. Jafnteflin eru 76 talsins.

Jürgen Klopp hefur byrjað betur á móti Everton af öllum framkvæmdastjórum í sögu Liverpool. Hann hefur stjórnað Liverpool í 11 leikjum, í öllum keppnum, gegn Everton og aldrei tapað. Bob Paisley átti gamla metið sem var tíu leikir.
Frábær árangur Liverpol á móti Everton það sem af er 21. aldarinnar!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan