| Heimir Eyvindarson

Helgarkviss - Úrslit og vinningshafi

Þá er búið að draga einn heppinn vinningshafa úr öllum þeim 105 sem tóku þátt í Helgarþraut Liverpoolklúbbsins þessa helgi. Það getur þá einhver glaðst eitthvað pínulítið, þrátt fyrir VAR og allt annað rugl í heiminum.
 
Að þessu sinni var vinningshafinn dreginn úr öllum þátttakendum með hjálp random.org. Sá heppni var Jón Gunnarsson. Við biðjum Jón að hafa samband á hjalp@liverpool.is til að vitja glaðningsins. 

ATH. Rétt svör við getrauninni eru fyrir neðan skjáskotið. 

Spurning 1 - 2013/14

Spurning 2 - Sjálfsmark Grant Hanley leikmanns Norwich var fyrsta mark Liverpool í Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Spurning 3 - David Johnson var hjá Liverpool á árunum 1976 til 1982 og var ágætlega virkur í markaskorun. Eftir komu Ian Rush fækkaði tækifærum Johnson verulega. Þess má geta að þessi spurning vafðist langmest fyrir þátttakendum að þessu sinni, en einungis 30 af 105 þátttakendum mundu eftir Johnson kallinum. 

Spurning 4 - Það var í 2-0 sigrinum á Manchester United í janúar sem stuðningsmenn Liverpool byrjuðu að syngja hástöfum We´re gonna win the league, svona rétt til að minna erkifjendur sína á stöðuna í deildinni. Við litla hrifningu Klopp reyndar.

Spurning 5 - Kenny Dalglish skoraði sigurmark Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni Meistaraliða 1978

Hér má sjá myndband með markinu og nokkrum öðrum hápunktum úr leiknum.

Spurning 6 - Pepe Reina er leikjahæsti markvörður Liverpool í Úrvalsdeildinni með 285 leiki. Næstur honum kemur David James með 214 leiki, Þriðji er Simon Mignolet með 155 leiki, 28 fleiri en Jerzy Dudek. Bruce Grobbelaar sem var fjórði valkosturinn í spurningunni lék 440 leiki í efstu deild, en einungis 34 eftir að Úrvalsdeildin varð til. 

Spurning 7 - Andre Wisdom

Spurning 8 - Dirk Kuyt er eini leikmaður Liverpool sem hefur skorað þrennu gegn Manchester United í Úrvalsdeildinni. Þrenna Kuyt kom á Anfield í mars 2011, en þá voru 21 ár síðan leikmaður Liverpool skoraði þrennu gegn United. Þá þrennu gerði Peter Beardsley árið 1990, í 1. deild sem þá hét. Gaman að segja frá því að mikill meirihluti þátttakenda mundi eftir þessari snilld. 

Spurning 9 - Chris Kirkland og Jerzy Dudek komu báðir til Liverpool 31. ágúst 2001. Dudek kom frá Feyenoord fyrir tæpar fimm milljónir punda og Kirkland frá Coventry fyrir sex milljónir. Þrátt fyrir að hafa verið dýrari kosturinn og einn heitasti bitinn á markaðnum á sínum tíma náði Kirkland aldrei að festa sig í sessi hjá Liverpool. Hann fór frá félaginu í desember 2004 eftir að hafa leikið 25 leiki í Úrvalsdeild. 

Spurning 10 - Peter Crouch skoraði sögufrægt mark gegn Manchester United í febrúar 2006, þegar Liverpool vann United í FA bikarnum í fyrsta sinn í 85 ár. 

Takk kærlega fyrir góða þátttöku og til hamingju Jón. 

Næsta getraun fer í loftið föstudaginn 23. október. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan