Hundrað mörk Mohamed Salah

Mohamed Salah skoraði gegn Everton, sitt 100. mark fyrir Liverpool. Mörkin 100 hefur hann skorað í aðeins 159 leikjum. Einungis tveir leikmenn, Roger Hunt og Jack Parkinson, í sögu Liverpool hafa verið sneggri að ná 100 mörkum. Hér að neðan er listinn yfir þá tíu leikmenn sem hafa verið fljótastir að ná 100 mörkum fyrir Liverpool.



Mörkin 100 skoraði Mohamed svona. Með vinstri fæti skoraði hann 79. Hægri fóturinn skilaði 17 mörkum og fjórum sinnum notaði hann höfuðið!

Eins og fyrr segir þá skoraði Mohamed mörkin 100 í 159 leikjum. Að auki lagði hann upp 41 mark í þessum leikjum. Magnað svo ekki sé meira sagt.

Mohamed er 17. leikmaðurinn í sögu Liverpool til að ná því að skora 100 mörk. Steven Gerrard var næstur á undan Mohamed til að komast upp í 100 mörk. Hann náði því árið 2008. Hér að neðan eru 17 markahæstu leikmenn í sögu Liverpool.


-
| Sf. Gutt
Úr FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Stendur upp á okkur! -
| Heimir Eyvindarson
Helgarkviss -
| Grétar Magnússon
Tap -
| Grétar Magnússon
Liverpool - Burnley -
| Grétar Magnússon
Breytingar á febrúar leikjum -
| HI
Wijnaldum: „Ánægður með stöðuna mína núna“ -
| Sf. Gutt
Tveir komnir heim og annar farinn aftur -
| Sf. Gutt
Mohamed vill vera sem lengst hjá Liverpool! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!