| Sf. Gutt

Tveir ungliðar lánaðir

Liverpool hefur lánað tvo af ungliðum sínum. Þeir Ben Woodburn og Harry Wilson eru farnir í lán. Báðir hafa verið lánaðir út áður. 


Ben Woodburn spilar með Blackpool næstu mánuði. Blackpool er í þriðju efstu deild. Hann var í láni hjá Oxford United á síðasta keppnistímabili. Hann spilaði vel en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir síðustu misseri. Ben hefur verið í landsliðhópi Wales í síðustu skipti sem landsliðið hefur komið saman. 


Harry Wilson leikur með Cardiff City út þessa leiktíð. Cardiff er í næst efstu deld. Hann var lánsmaður hjá Bournemouth á síðustu leiktíð og á næstu á undan var hann hjá Derby County. Honum vegnaði mjög vel hjá báðum liðum. Burnley hafði áhuga á að kaupa Harry í haust en ekki náðust samningar. Harry er búinn að vera fastamaður í landsliði Wales síðustu árin. 

Veisverjarnir tveir hafa verið taldir með efnilegustu leikmönnum Liverpool síðustu árin. Vonandi gengur þeim vel hjá lánsfélögum sínum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan