| Sf. Gutt
TIL BAKA
Landsleikjafréttir
Landsleikjahrotan er á enda. Ekki er vitað um nein meiðsli hjá leikmönnum Liverpool. Það er auðvitað aðalatriðið að allir komi heilir heim!
Það var einn Englandsmeistari á Íslandi. Divock Origi var varamaður hjá Belgum sem unnu 1:2 á Laugardalsvelli. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool Simon Mignolet var í marki Belga. Svo var Guðlaugur Victor Pálsson, sem var fyrrum á mála hjá Liverpool, í íslenska liðinu eins og í síðustu leikjum.
Nýi framherji Liverpool stóð sig með sóma. Diogo Jotta skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Portúgal vann Svíþjóð 3:0.
Neco Williams og Harry Wilson voru í byrjunarliði Wales sem vann Búlgaríu 0:1 á útivelli. Ben Woodburn og Danny Ward, fyrrum markmaður Liverpool, voru meðal varamanna. Neco lagði upp sigurmarkið fyrir nafna sinn Jonny, leikmann Charlton Athetic, sem skoraði framhjá Nikolai Mihaylov. Sá var á mála hjá Liverpool 2007 til 2010. Hann var lengst af þeim tíma í láni hjá Twente í Hollandi. Hann vann þar til titla.
England tapaði 0:1 fyrir Dönum á Wembley. Christian Eriksen, núverandi leikmaður Inter í Mílanó, skoraði sigurmarkið úr víti. Jordan Henderson kom inn á sem varamaður. Hann og Trent Alexander-Arnold voru í byrjunarliði enskra á sunnudaginn í 2:1 sigri á Belgum. Jordan var þá fyrirliði og spilaði mjög vel.
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru í liði Hollands sem gerði 1:1 jafntefli á Ítalíu.
Caoimhin Kelleher var varamarkmaður Íra sem töpuðu 1:0 í Finnlandi.
Xherdan Shaqiri var í byrjunarliði Sviss í gærkvöldi á móti Þýskalandi. Grannþjóðirnar skildu jafnar 3:3 í Köln.
Það var einn Englandsmeistari á Íslandi. Divock Origi var varamaður hjá Belgum sem unnu 1:2 á Laugardalsvelli. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool Simon Mignolet var í marki Belga. Svo var Guðlaugur Victor Pálsson, sem var fyrrum á mála hjá Liverpool, í íslenska liðinu eins og í síðustu leikjum.

Nýi framherji Liverpool stóð sig með sóma. Diogo Jotta skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Portúgal vann Svíþjóð 3:0.

Neco Williams og Harry Wilson voru í byrjunarliði Wales sem vann Búlgaríu 0:1 á útivelli. Ben Woodburn og Danny Ward, fyrrum markmaður Liverpool, voru meðal varamanna. Neco lagði upp sigurmarkið fyrir nafna sinn Jonny, leikmann Charlton Athetic, sem skoraði framhjá Nikolai Mihaylov. Sá var á mála hjá Liverpool 2007 til 2010. Hann var lengst af þeim tíma í láni hjá Twente í Hollandi. Hann vann þar til titla.

England tapaði 0:1 fyrir Dönum á Wembley. Christian Eriksen, núverandi leikmaður Inter í Mílanó, skoraði sigurmarkið úr víti. Jordan Henderson kom inn á sem varamaður. Hann og Trent Alexander-Arnold voru í byrjunarliði enskra á sunnudaginn í 2:1 sigri á Belgum. Jordan var þá fyrirliði og spilaði mjög vel.
Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum voru í liði Hollands sem gerði 1:1 jafntefli á Ítalíu.
Caoimhin Kelleher var varamarkmaður Íra sem töpuðu 1:0 í Finnlandi.
Xherdan Shaqiri var í byrjunarliði Sviss í gærkvöldi á móti Þýskalandi. Grannþjóðirnar skildu jafnar 3:3 í Köln.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan