| HI

Mane og Thiago æfa á ný

Sadio Mane og Thiago Alcantara eru farnir að æfa á ný. Þeir eru nú lausir úr einangrun eftir að hafa smitast af COVID-19.

Báðir þurftu þeir að vera í einangrun í tíu daga. Thiago var einkennalaus allan tímann en Mane var aðeins með væg einkenni. Báðir misstu þeir af leiknum gegn Aston Villa og Thiago missti einnig af leiknum gegn Arsenal. Báðir fá nú nokkra daga til að koma sér í form fyrir leikinn gegn Everton á laugardag.

Síðan þá hafa tveir leikmenn greinst, þó Liverpool FC hafi aðeins staðfest aðra greininguna. Xerdan Shaqiri greindist við sýnatöku hjá svissneska landsliðinu og þá greindi knattspyrnusamband Gíneu frá því að Naby Keita hefði greinst ásamt fjórum öðrum leikmönnum liðsins - nokkuð sem Liverpool hefur ekki enn staðfest. Samkvæmt fréttum býður klúbburinn niðurstöðu annars COVID prófs hjá honum.

Fleiri jákvæðar fréttir eru að berast. Jordan Henderson lék klukkutíma með enska landsliðinu í sigurleik liðsins gegn Belgíu og hann er því líklegur til að geta spilað á laugardaginn ef ekkert annað kemur upp. Hins vegar verður ekki ljóst hvort Fabinho geti tekið þátt í leiknum fyrr en stuttu fyrir leikinn þar sem hann þarfa að fara í COVID-próf eftir að hafa snúið aftur frá verkefnum með brasilíska landsliðinu og óvíst er hvort niðurstaða verði komin úr því fyrir leikinn.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan