| Heimir Eyvindarson

Helgarþrautin - Úrslit og rétt svör


Helgarþraut Liverpoolklúbbsins helgina 9.-11. október er lokið. Þátttakan var mjög góð og tveir heppnir þátttakendur fá léttan glaðning frá klúbbnum að launum. 

Björn Sigfinnsson er sigurvegari að þessu sinni, með allt rétt í fyrstu tilraun. Gunnar Sveinsson náði einnig að svara öllu rétt, en í fleiri tilraunum. Nokkrir í viðbót svöruðu öllu rétt, en skráðu sig ekki til leiks undir réttu nafni. 

Við biðjum Björn og Gunnar að hafa samband á hjalp@liverpool.is til að vitja glaðningsins.

Takk fyrir góða þátttöku og til hamingju Björn og Gunnar. 

Næsta getraun fer í loftið föstudaginn 16. október

Hér fyrir neðan eru rétt svör: 

Spurning 1 - Firmino 

Spurning 2 - Andrea Dossena mun líklega aldrei gleyma vikunni í mars 2009 þegar hann skoraði einu mörk sín fyrir Liverpool. Hið fyrra gegn Real Madrid og seinna markið gegn Manchester United fjórum dögum síðar. Það er varla hægt að biðja um það betra. Bæði mörkin komu í blálok leikjanna. Markið gegn Real Madrid á 88. mínútu og markið gegn United á 90. mínútu. 

Spurning 3 - Graeme Souness seldi Steve Staunton, Steve McMahon, Ray Houghton og Peter Beardsley. Sjálfsagt eiga þeir eitthvað fleira sameiginlegt, en þetta var það sem fiskað var eftir hér. Sala allra þessara leikmanna vakti talsverða furðu á sínum tíma. Staunton var 22 ára þegar Souness seldi hann og átti eftir að verða einn besti vinstri bakvörður deildarinnar. Hinir þrír voru allir þrítugir þegar Souness losaði sig við þá, en áttu eftir að reynast öðrum liðum vel. Sérstaklega Peter Beardsley sem var einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar Souness seldi hann til Everton. Hjá Everton skoraði Beardsley 20 mörk á sinni fyrstu leiktíð og The Kop söng nafnið hans þegar hann spilaði með Everton á Anfield! Frá Everton fór hann til Newcastle þar sem hann skoraði 47 mörk í 129 leikjum. Þar af 25 stykki á einu og sama tímabilinu. Eitt merkilegasta klúðrið af mörgum hjá Souness. 

Spurning 4 - John Arne Riise  

Spurning 5 - Jim Beglin, Djibril Cissé, Suso og Joao Texeira voru allir síðustu leikmenn sem framkvæmdastjórar Liverpool keyptu á stjóratíð sinni. Bob Paisley keypti Jim Beglin, Houllier keypti Cissé, Roy Hodgson keypti Suso og Kenny Dalglish keypti Texeira.  

Spurning 6 - 1993-1995

Spurning 7 - Don Hutchinson, Gary Ablett, Abel Xavier og Nick Barmby hafa allir leikið með bæði Liverpool og Everton. 

Spurning 8 - Frá Brasilíu koma þrír markverðir sem hafa leikið alvöru keppnisleik með Liverpool frá því í ársbyrjun 2010. Þetta eru að sjálfsögðu Alisson Becker og svo þeir Diego Cavalieri sem spilaði 2 leiki í Evrópudeildinni og Alexander Doni sem stóð sig vel í fjórum deildarleikjum leiktíðina 2011-2012. Því miður settu hjartavandræði strik í reikninginn hjá þeim ágæta markverði og hann staldraði ekki lengi við á Anfield. 

Spurning 9 - Karl-Heinz Riedle er sá þýski leikmaður sem skorað hefur flest mörk fyrir Liverpool í Úrvalsdeildinni. Það er reyndar ekki hægt að segja að Þjóðverjar í okkar röðum hafi verið iðnir við markaskorun því Riedle skoraði 11 mörk í 60 leikjum, Can skoraði 10 mörk í 125 leikjum, Hamann 8 mörk í 191 leik og Ziege 1 mark í 16 leikjum. 

Spurning 10 - Emre Can skoraði eina mark Liverpool í fyrsta Evrópuleik liðsins undir stjórn Jurgen Klopp, gegn Rubin Kazan í október 2015. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan