| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Eins og allir vita eru landsleikir á dagská þessa dagana. Leikmaður Liverpool kom sér á blað með tveimur mörkum. Tveir fyrrum leikmenn skoruðu sín fyrstu landsliðsmörk. 

Roberto Firmino skoraði tvö mörk þegar Brasilíumenn unnu Bolívíu 5:0 í undankeppni HM. Vinur hans Philippe Coutinho skoraði líka. Fabio Tavarez var varamaður. Vonandi nær Roberto sér í gang í markaskorun með þessum mörkum!

Takumi Minamino spilaði með Japan sem gerði 0:0 jafntefli við Kamerún í vináttuleik. 

Xherdan Shaqiri var ekki með Covid 19 eftir allt saman og gat spilað með Sviss á móti Spáni. Hann átti 29 ára afmæli en fékk ekki sigur í afmælisgjöf því Spánverjar unnu 1:0.

Á fimmtudagskvöldið komust Skotar áfram í umspili fyrir Evrópukeppni landsliða. Þeir unnu Ísrael 5:3 í vítakeppni eftir markalausan leik. Andrew Robertson spilaði allan leikinn. 


Í öðrum umspilsleik töpuðu Írar í vítakeppni fyrir Slóvakíu.  Caoimhin Kelleher var varamarkmaður Íra. 


England og Wales mættust í vináttuleik á Wembley. Joe Gomez var í byrjunarliði enska liðsins og Neco Williams kom inn á sem varamaður í liði Wales. Conor Coady leikmaður Wolves og Danny Ings sem leikur með Southampton, fyrrum leikmenn Liverpool, skoruðu í fyrsta sinn fyrir enska liðið sem vann 3:0. Mark Danny var mjög fallegt en hann skoraði með hjólhestaspyrnu. Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, skoraði fyrsta markið. Dominic skoraði líka sitt fyrsta landsliðsmark. 

Divock Origi kom inn á sem varamaður þegar Belgar gerði 1:1 jafntefli við Kamerún í vináttuleik. 

Á miðvikudagskvöldið spiluðu Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum í móti Mexíkó í Hollandi. Gestirnir unnu 0:1. 

Diogo Jota kom inn á sem varamaður þegar Portúglar og Spánverjar skildu án marka í Portúgal. Þetta var vináttuleikur eins og leikur Hollendinga.


Curtis Jones og Rhys Williams léku í fyrsta sinn með undir 21. árs liði Englands. England gerði 3:3 jafntefli við Andorra. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan