| Grétar Magnússon

Nýr markvörður

Nýjasti liðsmaður félagsins er hinn 17 ára gamli Brasilíumaður Marcelo Pitaluga. Hann kemur frá Fluminense í heimalandinu.

Eins og gefur að skilja þykir hann gríðarlega efnilegur markvörður og var hann í landsliði Brasilíu sem unnu HM U-17 ára liða á heimavelli í nóvember í fyrra. Hann sat einnig á bekknum í tveimur leikjum hjá Fluminense á síðasta tímabili og hefur þjálfað með bróður Alisson, Muriel, hjá félaginu.


Pitaluga mun nú hefja æfingar á Melwood með aðalliðinu sem og spila fyrir Akademíu félagsins. Markvarðaþjálfari félagsins, John Achterberg, hafði þetta að segja um Pitaluga:

,,Ég sá hann spila fyrst á HM U-17 í fyrra. Við reynum að fylgjast með öllum markvörðunum þar og maður kíkir á hversu gamlir þeir eru. Hann var þarna ári yngri en flestir aðrir og þá fer maður að hugsa hvort það sé ekki ástæða til að skoða hann betur. Vanalega eru markverðir með þeim elstu í hópnum en þegar einn er ári yngri hlýtur hann að vera góður."

,,Hann var hjá Fluminense, við fengum nokkra leiki til að horfa á og allir hinir markvarðaþjálfarar félagsins tóku þátt í því, Jack Robinson og Akademíu þjálfararnir Mark Morris og Neil Edwards. Ég talaði einnig við stjórann (Klopp) og aðra í þjálfarateyminu. Hjá Fluminense vorum við með Allan á láni frá okkur þannig að ég nýtti sambönd mín og talaði við einn þarna úti til að athuga hvort hann gæti séð eitthvað af æfingum þarna úti. Hann var jákvæður í garð Pitaluga."

,,Ég ræddi svo við Alisson hvort hann gæti talað við bróður sinni til að sjá hvernig Pitaluga gengi og hvort hann væri að standa sig. Ali fór t.d. og kíkti á æfingu þarna. Við sáum svo fleiri myndbönd af æfingum og leikjum varaliða í Brasilíu. Hann var aðeins 16 ára að spila fyrir varaliðið þannig að við sáum strax að Fluminense treystu honum svo ungum til að spilar þar."

Actherberg bætir við: ,,Núna er hann kominn til liðs við okkur og við þurfum að bæta hann enn meir. Hann er ennþá ungur, það er engin pressa á honum því það er enn langur vegur og mikil vinna framundan. Fyrst og fremst þarf hann að aðlagast og finna sig hér. Hann þarf að læra á hraðann og að leikurinn á Englandi er öðruvísi en í Brasilíu, miklu meiri hraði hér og ákefð. Allt þetta þarf að taka með í reikninginn og vinna í því að bæta ýmsa hluti."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan