| Grétar Magnússon

Fimm ára afmæli


Í dag eru fimm ár síðan Jürgen Klopp tók við sem stjóri Liverpool. Ekki er hægt að efast um að ráðningin hafi verið ein sú besta í sögu félagsins. Að minnsta kosti í seinni tíð. Hér fyrir neðan er saga þessara fimm ára rekin með tölum og staðreyndum.

565 – Mörk skoruð í öllum keppnum undir stjórn Jürgen Klopp. Að meðaltali 2,08 mörk í leik.

404 – Stig unnin í deildinni síðan hann tók við. Að meðaltali eru það 2,17 stig í leik.

272 – Fjöldi leikja í deild og bikar undir stjórn Þjóðverjans.

242 – Roberto Firmino hefur spilað flesta leiki allra leikmanna síðan Jürgen tók við.


239 – Leikir sem það tók að skora 500 mörk í öllum keppnum. Enginn stjóri hefur náð þessum áfanga svo snemma.

197 – Leikir sem það tók að skora 400 mörk. Líka met hjá framkvæmdastjórum félagsins í gegnum tíðina.

159 – Leikir sem þurfti til að ná 100 sigrum í deildinni. Jürgen efstur þar í sögu félagsins. Sir Kenny Dalglish kemur næstur með 100 sigra í 167 leikjum.

155 – Jürgen náði fleiri sigrum í 250 fyrstu leikjum sínum, í öllum keppnum, en nokkur annar stjóri í sögu félagsins. Þremur fleiri Kenny.

107 – Leikir sem liðið hefur haldið hreinu í öllum keppnum síðustu fimm ár.


99 – Flest mörk skoruð af einum leikmanni. Mohamed Salah er efstur á blaði.

92 – Sigurleikir í fyrstu 150 deildarleikjunum. Þetta er met.

88 – Fjöldi leikmanna sem Jürgen Klopp hefur notað í öllum keppnum.

84 – Bikarleikir á valdatíð Jürgen Alls 36 í Meistaradeild, 18 í Deildarbikar, 14 í FA bikar, 13 í Evrópudeildinni, tveir í Heimsmeistarakeppni félagsliða og einn í Stórbikar Evrópu.

61.03 – Prósent af sigurleikjum á þessum fimm árum. Besti árangur í 124 ár.



61 – Leikir á Anfield án þess að tapa. Vantar aðeins tvo uppá til að jafna félagsmet.

59 – Mismunandi lið sem Jürgen hefur mætt á ferli sínum. Liverpool hefur unnið 55 af þessum liðum.


58 – Mörk skoruð af varamönnum og auðvitað hafa flest þeirra verið skoruð af Divock Origi eða níu talsins.

58 – Leikmenn hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið undir stjórn Jürgen. Connor Randall var sá fyrsti og Diogo Jota sá nýjasti.


52 – Leikir sem liðið skorað fjögur mörk eða fleiri í einum leik.

44 – Skipti sem þeir Joe Gomez og Virgil van Dijk hafa verið í byrjunarliði. Þeir eru það miðvarðapar sem Jürgen Klopp hefur oftast stillt upp.


42 – Leikmenn hafa skorað mark fyrir félagið undir stjórn Jürgen Klopp. Emre Can var fyrstur á blað.

36 – Leikir í deild þar sem liðið skoraði mark. Frá mars 2019 til febrúar 2020. Nýtt félagsmet.

30 – Leikir hafa unnist með markatölunni 2:1 og eru það þau úrslit sem oftast hafa litið dagsins ljós hjá Jürgen. Liverpool hefur unnið 30 leiki með þessari markatölu.

18 – Sigurleikir í deildinni í röð frá október 2019 til febrúar 2020. Þetta er félagsmet.

13 – Fjöldi þeirra liða sem Liverpool hefur ekki tapað fyrir í deildinni síðustu fimm árin.


8 – Átta sinnum hefur liðið skorað sigurmark deildarleiks á 90. mínútu eða síðar.

4 – Fjórum sinnum hefur liðið verið útnefnt prúðasta liðið í deildinni. Sem sagt öll þau tímabil sem Jürgen hefur stjórnað heilu tímabili.

4 – Fjöldi þeirra stjóra í deildarkeppni á Englandi, fjórar deildirtaldar sem hafa verið lengur hjá sínu félagi en Jürgen. Þessir fjórir eru Gareth Ainsworth (Wycombe Wanderers), Sean Dyche (Burnley), John Coleman (Accrington Stanley) og Simon Weaver (Harrogate Town).


4 – Titlar sem hafa unnist undir stjórn Þjóðverjans, Meistaradeildin, Stórbikar Evrópu, Heimsmeistarakeppni félagsliða og enska Úrvalsdeildin.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan