| Grétar Magnússon

Fimm ára afmæli

Í dag eru fimm ár síðan Jürgen Klopp tók við sem stjóri Liverpool. Ekki er hægt að efast um að ráðningin hafi verið ein sú besta í sögu félagsins, að minnsta kosti í seinni tíð.

Hér fyrir neðan er saga þessara fimm ára rekin með skemmtilegum tölum og staðreyndum:

565 – mörk skoruð í öllum keppnum undir stjórn Klopp, að meðaltali 2.08 mörk í leik.

404 – stig unnin í deildinni síðan hann tók við. Að meðaltali eru það 2.17 stig í leik.

272 – fjöldi leikja í deild og bikar undir stjórn Þjóðverjans.

242 – Roberto Firmino hefur spilað flesta leiki allra leikmanna síðan Klopp tók við.

239 – leiki tók það að skora 500 mörk í öllum keppnum, enginn stjóri hefur náð þessum áfanga svo snemma.

197 – leiki þurfti til að skora 400 mörk, aftur met hjá stjórum félagsins í gegnum tíðina.

159 – leiki þurfti til að ná 100 sigrum í deildinni. Klopp er að sjálfsögðu bestur þar í sögu félagsins, Sir Kenny Dalglish kemur næstur með 100 sigra í 167 leikjum.

155 – Klopp náði fleiri sigrum í 250 fyrstu leikjum sínum (í öllum keppnum) en nokkur annar stjóri í sögu félagsins, þremur betur en Dalglish.

107 – sinnum hefur liðið haldið hreinu í öllum keppnum síðustu fimm ár.

99 – flest mörk skoruð af einum leikmanni undir stjórn Klopp: Mohamed Salah.

92 – sigurleikir í fyrstu 150 deildarleikjunum, auðvitað er það met líka.

88 – leikmenn notaðir af Klopp í öllum keppnum.

84 – bikarleikir hafa verið undir stjórn Klopp (36 í Meistaradeild, 18 í Deildarbikar, 14 í FA bikar, 13 í Evrópudeildinni, tveir í Heimsmeistarakeppni félagsliða og einn í Ofurbikar Evrópu)

61.03 – prósent af leikjunum eru sigurleikir á þessum fimm árum, besti árangur í 124 ár.

61 – leikur á Anfield án þess að tapa, vantar aðeins tvo uppá til að jafna félagsmet.

59 – mismunandi lið sem Klopp hefur mætt á ferli sínum hjá Liverpool, 55 þessara liða hafa verið sigruð.

58 – mörk skoruð af varamönnum og auðvitað hafa flest þeirra verið skoruð af Divock Origi (níu).


58 – leikmenn hafa spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið undir stjórn Klopp, Connor Randall var sá fyrsti og Diogo Jota sá nýjasti.

52 – sinnum hefur liðið skorað fjögur mörk eða fleiri í einum leik.

44 – skipti sem þeir Joe Gomez og Virgil van Dijk hafa verið í byrjunarliði en þeir eru það miðvarðapar sem Klopp hefur oftast stillt upp.

42 – leikmenn hafa skorað mark fyrir félagið undir stjórn Klopp. Emre Can var fyrstur á blað.

36 – leikir sem í deild þar sem liðið skoraði mark, frá mars 2019 til febrúar 2020, að sjálfsögðu félagsmet.

30 – leikir hafa unnist með markatölunni 2-1 og eru það þau úrslit sem oftast hafa litið dagsins ljós hjá Klopp (30 skipti).

18 – sigurleikir í deildinni í röð frá október 2019 til febrúar 2020, þarf að taka það fram að það er líka félagsmet ?

13 – fjöldi þeirra liða sem Liverpool hefur ekki tapað fyrir í deildinni

8 – sinnum hefur liðið skorað sigurmark deildarleiks á 90. mínútu eða síðar.

4 – sinnum hefur liðið verið útnefnt prúðasta liðið í deildinni, semsagt öll þau tímabil sem Klopp hefur stjórnað heilu tímabili.

4 – fjöldi þeirra stjóra í deildarkeppni á Englandi (4 deildir) sem hafa verið lengur hjá sínu félagi en Klopp. Þessir fjórir eru Gareth Ainsworth (Wycombe Wanderers), Sean Dyche (Burnley), John Coleman (Accrington Stanley) og Simon Weaver (Harrogate Town).

4 – bikarar hafa unnist undir stjórn Þjóðverjans, Meistaradeildin, Ofurbikar Evrópu, Heimsmeistarakeppni félagsliða og enska Úrvalsdeildin.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan