| Sf. Gutt

Anderson Arroyo lánaður
Anderson Arroyo hefur verið lánaður frá Liverpool. Hann kemur til með að spila fyrir spænska liðið Salamanca CF UDS  út  

Kannski muna ekki margir eftir þessum strák frá Kólumbíu. Hann kom til Liverpool frá Fortaleza í Kólumbíu árið 2018 og var þá strax lánaður til Mallorca á Spáni. Keppnistímabilið 2018/2019 var hann í láni hjá Gent í Belgíu og á síðustu leiktíð lék hann sem lánsmaður hjá Mladá Boleslav í Tékklandi. 

Anderson spilar venjulega í vörninni. Hann verður 22. ára á þessu ári og hefur leikið með yngri landsliðum Kólumbíu. Hann þykir einn efnilegasti varnarmaður í heimalandi sínu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan