| Heimir Eyvindarson

Helgarþrautin - vinningshafar og rétt svör

Fimm heppnir og getspakir þátttakendur í Helgarþraut Liverpool klúbbsins hafa unnið sér inn mánaðaráskrift að Sjónvarpi Símans Premium.

Við minnum á að til að eiga möguleika á verðlaunum þarf að skrá sig til leiks undir réttu og fullu nafni.                                        
Vinningshafar að þessu sinni eru: 

Þröstur Erlingsson - 1. sæti í fyrstu tilraun
Haukur Björnsson - 2. sæti í fyrstu tilraun
Gunnar Sveinsson - 1. sæti í hvaða tilraun sem er

Að auki voru Sæmundur Ragnarsson og Sandra Rós Pétursdóttir dregin út með hjálp Random.org. 

Við biðjum vinningshafa að senda okkur línu á hjalp@liverpool.is til að vitja vinninganna.

Takk kærlega fyrir góða þátttöku og til hamingju með Sjónvarp Símans Premium ágætu vinningshafar.
(Rétt svör eru fyrir neðan myndina).Rétt svör:

1. spurning - Stoke
var síðasta liðið sem Steven Gerrard spilaði gegn á ferli sínum með Liverpool. Því miður var frammistaða liðsins engan veginn boðleg í þeim leik en liðið tapaði 6-1. Það var að sjálfsögðu Gerrard sem skoraði eina mark okkar manna. 

2. spurning - Glen Hysén. Silfurhærði Svíinn Glen Hysén kom til Liverpool frá Fiorentína 1989 og var nokkuð farsæll leikmaður allt þar til Graeme Souness tók við liðinu. Hysén naut töluverðra vinsælda meðal stuðningsmanna Liverpool, ekki síst fyrir þær sakir að velja Liverpool fram yfir Manchester United en Alex Ferguson reyndi að minnsta kosti tvisvar að ná í Svíann. 

3. spurning - Ronnie Whelan er einn af fjórum Írum sem hafa leikið í Úrvalsdeildinni fyrir Liverpool. Nokkuð margir þátttakendur giskuðu á Ray Houghton, sem er skiljanlegt gisk en ekki rétt. Houghton var einungis þrítugur þegar Úrvalsdeildin varð til og hafði staðið sig vel á síðasta tímabili Liverpool í 1. deildinni sem þá var og hét. Af einhverjum ástæðum ákvað Graeme Souness hinsvegar að selja hann til Aston Villa sumarið 1992. Houghton fékk því aldrei tækifæri til að leika með Liverpool í Premier League. Aukinheldur er Houghton eiginlega meira skoskur en írskur, en það er önnur saga.

4. spurning - Fabinho. 

5. spurning - Jimmy Case.
Þetta var sú spurning sem flestir þátttakendur áttu í erfiðleikum með en einungis 49 af 111 keppendum þekktu Case á mynd. Á lfchistory.net er skemmtileg umfjöllun um þennan litríka harðjaxl. 

6. spurning - Steve Finnan fór útaf í hálfleik í Istanbul fyrir Didi Hamann. 

7. spurning - 2016-2017 er tímabilið sem um var spurt, en þá var ný stúka tekin í notkun á Anfield, Coutinho var markahæsti leikmaður liðsins, Liverpool komst í Meistaradeildina í annað sinn á fjórum árum og TikTok fór í loftið.

8. spurning - Titi Camara

9. spurning - Sadió Mané er næst markahæsti leikmaður Liverpool á árunum 2010-2020 á eftir Mo Salah, sem er kominn með 99 stk. eftir leikinn í kvöld. Mané er kominn með 84 mörk og Firmino 78. Suarez skoraði 82 mörk á ferli sínum með Liverpool og Steven Gerrard 186, þar af 56 á umræddu tímabili. 

10. spurning - Fabio Borini var fyrsti leikmaðurinn sem Brendan Rodgers keypti til Liverpool. Nokkuð margir giskuðu á Joe Allen, welska Xavi eins og Rodgers kallaði hann, en hann var keyptur tæpum mánuði seinna en Borini. 

Takk enn og aftur fyrir þátttökuna. Næsta þraut kemur inn föstudaginn 9. október. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan