| Sf. Gutt

Tveir markmenn lánaðir


Liverpool lánaði tvo markmenn í dag. Um er að ræða þá Loris Karius og Kamil Grabara. Reiknað er með að Loris komi ekki aftur til Liverpool. 


Þjóðverjinn Loris Karius mun spila það sem eftir er leiktíðar hjá Union Berlin sem leikur í efstu deild í Þýskalandi. Loris var síðustu tvö keppnistímabil í láni hjá tyrkneska liðinu Besiktas. Reiknað er með því að Union muni kaupa hann eftir leiktíðina. Loris er búinn að spila 49 leiki með aðalliði Liverpool. 

Loris er annar leikmaðurinn sem Liverpool lánar til Union Berlin. Taiwo Awoniyi var lánaður þangað á dögunum. 

Pólverjinn Kamil Grabara spilar nú sem lánsmaður í annað sinn hjá danska liðinu Aarhus. Hann var þar líka leiktíðina 2018/19. Á síðasta keppnistímabili var hann í láni hjá Huddersfield Town. Hann hefur einu sinni verið á varamannabekknum hjá aðalliði Liverpool. Kamil kom til Liverpool 2016.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan