| Sf. Gutt

Jordan Henderson meiddur


Jordan Henderson getur ekki spilað með Liverpool á móti Arsenal á mánudagskvöldið. Fyrirliðinn fór meiddur af velli í hálfleik á móti Chelsea um síðustu helgi. Reyndar fann hann fyrir eymslum í læri ef rétt er vitað og hann hefur ekki jafnað sig. 

Jordan meiddist á hné móti Brighton í júlí. Hann lék ekkert það sem eftir var leiktíðar og heldur ekki á undirbúningstímabilinu.  Hann kom inn í liðið á móti Leeds United í fyrstu umferð og spilaði svo fyrri hálfleikinn í leiknum við Chelsea. 

Við vonum að Jordan nái sér almennilega sem fyrst. Hann er jú algjör lykilmaður!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan