| Heimir Eyvindarson

Sigurvegarar í Helgarþrautinni og rétt svör

Úrslitin í Helgarþraut Liverpool klúbbsins liggja fyrir. 5 þátttakendur unnu sér inn mánaðaráskrift að Sjónvarpi Símans Premium. 

4 þátttakendur af 100 náðu fullu húsi í fyrstu tilraun og 9 til viðbótar náðu að svara öllu rétt eftir fleiri en eina tilraun. 

Þeir þátttakendur sem unnu sér inn mánaðaráskrift að Sjónvarpi Símans Premium eru: 

Sigurður J. - 1. sæti í fyrstu tilraun
Guðrún - 2. sæti í fyrstu tilraun
Sigursteinn Brynjólfsson - 1. sæti í hvaða tilraun sem er

Að auki voru Eiríkur Pálmason og Guðmundur Þórðarson dregnir út með hjálp Random.org.
Vinningshafarnir eru beðnir að senda póst á hjalp@liverpool.is til að vitja vinninganna.  

Um næstu helgi drögum við út annan skammt af gjafabréfum frá Símanum. (Ath. rétt svör eru fyrir neðan myndina).
Hér eru síðan svörin við spurningunum. 

Spurning 1 - Marko Grujic var fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp keypti til Liverpool. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig, en skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Lincoln á fimmtudaginn. 

Spurning 2 - Robbie Fowler skoraði flest mörk allra leikmanna Liverpool á árunum 1990-2000 (bæði ár talin með). Hann skoraði 156 mörk í öllum keppnum, Ian Rush kemur næstur með 116, þá Michael Owen með 69 og Steve McManaman með 66.

Spurning 3 - Michael Owen er sá leikmaður Liverpool sem á næst flesta landsleiki fyrir England á eftir Steven Gerrard.

Owen lék alls 89 landsleiki, þar af 60 meðan hann var hjá Liverpool.
Kevin Keegan lék 63 landsleiki fyrir Englands hönd, en aðeins 29 meðan hann var hjá Liverpool.
Ray Clemence lék 61 landsleik fyrir England, þar af 56 meðan hann var hjá Liverpool
Jordan Henderson er kominn með 55 leiki, þar af 54 frá því hann kom til Liverpool

Spurning 4 - Virgil Van Dijk er barnið sem spurt var um. Sæll og glaður, nýbúinn að slátra Happy Meal frá McDonalds. 

Spurning 5 - Terry McDermott, John Barnes, Luis Suarez og Mo Salah hafa allir verið valdir leikmenn tímabilsins af öðrum leikmönnum (PFA Player of the Season). Fjórir aðrir leikmenn Liverpool hafa hlotið þennan heiður; Kenny Dalglish (1982-83), Ian Rush (1983-84), Steven Gerrard (2005-6) og Virgil Van Dijk (2018-19).

Spurning 6 - Luis Suarez hefur skorað fjögur mörk í Úrvalsdeildinni fyrir Liverpool í einum og sama leiknum, eins og Salah, Owen og Fowler. Það gerði hann að sjálfsögðu gegn Norwich. Þess má geta að Fowler og Owen náðu þessu afreki tvisvar, Fowler gegn Bolton ´95 og Middlesboro ´96 og Owen gegn Nottingham Forest ´98 og WBA 2003.

Spurning 7 - Oussama Assaidi var leikmaðurinn sem spurt var um. Hann kom til Liverpool sumarið 2012 og spilaði 12 leiki með aðalliðinu tímabilið 2012-2013, en var síðan á láni hjá Stoke þar til hann var seldur til Dubai 2015. 

Spurning 8 - Michael Owen. Eftir Heysel harmleikinn 1985 var Liverpool i banni frá Evrópukeppni í 6 ár. Það var þó ekki fyrr en 16 árum síðar, eða í september 2001 sem Liverpool spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu, en Meistaradeildin (áður Evrópukeppni Meistaraliða) varð til árið 1992. Liverpool lék tvo leiki gegn finnska liðinu Haka í undankeppni Meistaradeildarinnar í ágúst 2001, en fyrsti alvöru leikurinn í keppni þeirra bestu var þann merka dag þriðjudaginn 11. september gegn Boavista frá Portúgal. Leikurinn endaði 1-1 og mark Liverpool skoraði Michael Owen. 

Spurning 9 - 
Yossi Benayoun, Michael Owen, Philippe Coutinho og Sadio Mané hafa allir skorað þrennu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Owen var fyrstur þegar hann skoraði öll mörkin í 3-1 sigri á Spartak Moskva í október 2002. Coutinho skoraði sína þrennu einnig gegn Spartak Moskva fimmtán árum síðar, en þá var sigur Liverpool reyndar töluvert stærri eða 7-0. Benayoun skoraði sín 3 mörk í 8-0 sigri á Besiktas í nóvember 2007 og Mané gegn Porto í 5-0 sigri í febrúar 2018. Það er síðan leiðinlegt að segja frá því að Owen hefur tvisvar á ferlinum skorað þrennu í CL, en seinni þrennuna gerði hann fyrir Manchester United í desember 2009.

Spurning 10 - Javier Mascherano er sá Argentínumaður sem hefur leikið flesta leiki fyrir Liverpool. Alls lék hann 139 leiki fyrir félagið á árunum 2006-2011. Maxi Rodriguez kemur honum næstur með 73 leiki, Insúa með 62 leiki og Pellegrino einungis 13.  Heimild: LFC History

Kærar þakkir fyrir góða þátttöku.

YNWA
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan