| Grétar Magnússon

Breytingar á leikjum

Búið er að breyta tímasetningu á leikjunum við Arsenal og Aston Villa en þetta eru tveir næstu deildarleikir okkar manna.

Á mánudaginn næsta mæta Skytturnar í heimsókn og upphaflega átti leikurinn að byrja kl. 19:15 að íslenskum tíma en hefur nú verið færður til klukkan 19. Er þetta gert vegna þess að veitingastöðum og krám á Englandi verður gert að loka klukkan 22:00 (að staðartíma) frá og með næsta fimmtudegi. Hefði þetta þýtt að þeir sem vildu fylgjast með leiknum á næsta pöbb hefðu misst af lokamínútum leiksins.

Útileikurinn við Aston Villa sem átti upphaflega að fara fram laugardaginn 3. október hefur verið færður til sunnudagsins 4. október og verður flautað til leiks klukkan 18:15 að íslenskum tíma.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan