| Sf. Gutt

Tveir miðverðir meiddir

Hvorki Joël Matip eða Joe Gomez gátu spilað á móti Chelsea. Það er sannarlega ekki gott að missa tvo miðverði úr liðinu á einu bretti. Annar ætti þó að geta spilað fljótlega en hinn verður lengur frá. 


Joe Gomez fann fyrir einhverjum eymslum fyrir leik Liverpool á Stamford Bridge. Það er þó reiknað með því að hann verði leikfær strax núna í vikunni. 


Verra er með Joël Matip. Hann verður frá í bili og ekki er hægt að reikna með honum fyrr en í næsta mánuði. Það ætlar ekki af honum að ganga en hann meiddist í fyrrahaust eftir að hafa spilað frábærlega framan af leiktíðinni. Hann meiddist svo aftur í sumar eftir að keppni hófst að nýju eftir hlé vegna faraldursins. Hann spilaði mjög vel á móti Blackpool í æfingaleik í byrjun mánaðarins og skoraði. En nú er hann enn einu sinni meiddur. 

Fabinho Tavarez spilaði við hliðina á Virgil van Dijk á móti Chelsea og átti frábæran leik. Hann getur vel leikið sem miðvörður en það er vont að missa hann af miðjunni.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan