| Sf. Gutt

Tiago Alcantara strax í metabækur


Tiago Alcantara beið ekki boðanna heldur kom sér strax í metabækur. Hann lék aðeins seinni hálfleikinn í leik Liverpool á Stamford Bridge en hann dugði alveg til að setja nýtt met! 

Tiago átti 75 sendingar sem rötuðu á samherja eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Jordan Henderson í hálfleik. Aldrei áður frá því talningar hófust hefur einn leikmaður átt jafn margar sendingar á samherja í einum hálfleik. Farið var að telja á keppnistímabilinu 2003/04.  Andreas Christensen, leikmaður Chelsea, átti fyrra metið sem var 66 sendingar. Metið setti hann í sumar. José Fonte, sem lék með Southampton er nú í þriðja sæti yfir flestar sendingar í einum hálfleik. Hann átti 62 sendingar á 45 mínútum á leiktíðinni 2014/15.

Þess má geta að Tiago átti fleiri sendingar en nokkur leikmaður Chelsea og spiluðu þeir þó flestir allan leikinn! Reyndar ekki Andreas, sem átti gamla metið, en hann var rekinn út af! 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan