| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Diogo Jota keyptur frá Úlfunum
Það opnaðist heldur betur veskið hjá eigendum félagsins eftir töluverða bið okkar stuðningsmanna. Nýjasti leikmaður félagsins er Portúgalinn Diogo Jota !

Jota er 23 ára að aldri og kemur eins og áður sagði frá Wolverhampton Wonderers þar sem hann hefur spilað síðustu þrjú leiktímabil, þar af tvö í úrvalsdeildinni. Alls spilaði hann 67 leiki og skoraði 16 mörk með Úlfunum.
Hann spilaði einnig 14 Evrópudeildar leiki og skoraði í þeim 9 mörk og fyrr í þessum mánuði skoraði hann sitt fyrsta mark með landsliði Portúgal í Þjóðadeildinni.
Jota hafði þetta að segja í sínu fyrsta viðtali hjá Liverpool: ,,Þetta er ótrúlega spennandi stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Það er hreint ótrúlegt að vera kominn til liðs við Liverpool - heimsmeistarana sjálfa. Ég get ekki beðið eftir því að byrja."
,,Þetta er eitt besta lið í heimi og í raun eru þeir bestir í heimi ákkúrat núna. Þegar maður horfir á deildina sér maður alltaf Liverpool sem stærsta félagið í landinu, það er því ómögulegt að segja nei. Ég vil vera hér, gera mitt besta og vonandi verða góð viðbót við liðið í framtíðinni."
Jota mun spila í treyju númer 20 hjá félaginu en það er gamla númerið hans Adam Lallana. Hann hóf ferilinn hjá Pacos de Ferreira í Portúgal en gekk svo til liðs við Atletico Madrid árið 2016. Nuno Esperito Santo, núverandi stjóri Úlfanna, fékk Jota að láni til sín hjá Porto tímabilið 2016-17 og þeir fylgdust svo að til Englands tímabilið þar á eftir.

Hann var markahæstur hjá félaginu á sínu fyrsta tímabili með 17 mörk þegar félagið fór upp í úrvalsdeild og síðustu tvö tímabil hafa Úlfarnir náð 7. sæti í deildinni.
,,Ég held að ég sé leikmaður sem hugsi um liðið fyrst og fremst," bætir Jota við. Ég spila fremst á vellinum og mitt hlutverk er að finna leið til að skora mörk og leggja þau upp og það er eitthvað sem liðsfélagar mínir mega búast við - að ég muni alltaf leggja mig allan fram. Ég reyni ávallt að hjálpa liðinu eins mikið og ég get."
,,Stuðningsmennirnir geta treyst á mig vegna þess að ég er einn af þeim og legg mig ávallt fram fyrir þeirra hönd."

Jota er 23 ára að aldri og kemur eins og áður sagði frá Wolverhampton Wonderers þar sem hann hefur spilað síðustu þrjú leiktímabil, þar af tvö í úrvalsdeildinni. Alls spilaði hann 67 leiki og skoraði 16 mörk með Úlfunum.
Hann spilaði einnig 14 Evrópudeildar leiki og skoraði í þeim 9 mörk og fyrr í þessum mánuði skoraði hann sitt fyrsta mark með landsliði Portúgal í Þjóðadeildinni.
Jota hafði þetta að segja í sínu fyrsta viðtali hjá Liverpool: ,,Þetta er ótrúlega spennandi stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Það er hreint ótrúlegt að vera kominn til liðs við Liverpool - heimsmeistarana sjálfa. Ég get ekki beðið eftir því að byrja."
,,Þetta er eitt besta lið í heimi og í raun eru þeir bestir í heimi ákkúrat núna. Þegar maður horfir á deildina sér maður alltaf Liverpool sem stærsta félagið í landinu, það er því ómögulegt að segja nei. Ég vil vera hér, gera mitt besta og vonandi verða góð viðbót við liðið í framtíðinni."
Jota mun spila í treyju númer 20 hjá félaginu en það er gamla númerið hans Adam Lallana. Hann hóf ferilinn hjá Pacos de Ferreira í Portúgal en gekk svo til liðs við Atletico Madrid árið 2016. Nuno Esperito Santo, núverandi stjóri Úlfanna, fékk Jota að láni til sín hjá Porto tímabilið 2016-17 og þeir fylgdust svo að til Englands tímabilið þar á eftir.

Hann var markahæstur hjá félaginu á sínu fyrsta tímabili með 17 mörk þegar félagið fór upp í úrvalsdeild og síðustu tvö tímabil hafa Úlfarnir náð 7. sæti í deildinni.
,,Ég held að ég sé leikmaður sem hugsi um liðið fyrst og fremst," bætir Jota við. Ég spila fremst á vellinum og mitt hlutverk er að finna leið til að skora mörk og leggja þau upp og það er eitthvað sem liðsfélagar mínir mega búast við - að ég muni alltaf leggja mig allan fram. Ég reyni ávallt að hjálpa liðinu eins mikið og ég get."
,,Stuðningsmennirnir geta treyst á mig vegna þess að ég er einn af þeim og legg mig ávallt fram fyrir þeirra hönd."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan