| Grétar Magnússon

4. umferð Deildarbikars

Það er skammt stórra högga á milli í Deildarbikarnum en dregið var í 4. umferð keppninnar í gærkvöldi.

Takist okkar mönnum að sigra Lincoln City á útivelli í næstu viku verður athyglisverður leikur á dagskrá. Liverpool fær heimaleik á móti annaðhvort Arsenal eða Leicester.

Væntanlega fer leikurinn fram 29. eða 30. september. Fari það svo að mótherjinn verði Arsenal munu eflaust margir hugsa hlýlega til leiks liðanna í Deildarbikarnum frá síðustu leiktíð en þá mættust liðin einmitt á Anfield í 4. umferð.

Lokatölur voru 5-5 í ótrúlega skemmtilegum leik þar sem Divock Origi jafnaði metin í lok leiks. Við tók vítaspyrnukeppni þar sem okkar menn klikkuðu ekki á einni spyrnu en Caoimhin Kelleher varði eina frá leikmanni Arsenal.

Jürgen Klopp hafði þetta að segja um leikinn og er ekki hægt annað en að vera sammála hverju orði: ,,Ég man ekki hvenær ég skemmti mér jafn vel á knattspyrnuleik. Ég naut eiginlega hverrar sekúndu í leiknum. Ég er svo glaður fyrir hönd þessara stráka að þeir geti munað eftir fyrstu kvöldstund sinni á Anfield alla ævi."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan