| Sf. Gutt

Breytingar á bikarkeppnum


Vegna COVID-19 faraldursins hafa verið gerðar nokkrar breytingar á bikarkeppnunum á Englandi. Reynt er að fækka leikjum til að minnka leikjaálag.  



Í Deildarbikarnum verður sú breyting að í undanúrslitum verður bara spilaður einn leikur í stað tveggja heima og að heiman. Það er er ósanngjarnt í því er að annað liðið fær heimaleik en hitt ekki. Betra hefði verið að spila á hlutlausum velli. Fjórða umferðin verður í september í stað október. Úrslitaleikurinn verður spilaður 28. febrúar. 





Í FA bikarnum verða engir aukaleikir í fyrstu umferðunum eins og verið hefur. Knattspyrnusambandið tók reyndar fram að þessi tilhögun væri hugsuð fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Þar með gæti þessu verið breytt aftur á komandi leiktíð. Úrslitaleikur keppninnar fer fram 15. maí. 




Aukaleikir í FA bikarnum hafa oft gefið minni félögum tækifæri á miklum tekjum sem hafa jafnvel skipt sköpum fyrir rekstur félaga. Shrewsbury fékk til stórfé fyrir leikina tvo við Liverpool á síðasta keppnistímabili. Sama má segja um Exeter á leiktíðinni 2015/16. Það er því í raun slæmt fyrir knattspyrnuna að aukaleikirnir séu aflagðir. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan