| Grétar Magnússon

Þriðja treyjan

Þriðji búningur Liverpool FC fyrir komandi tímabil hefur verið opinberaður. Hönnunin fær innblástur frá ótrúlegum Evrópukvöldum á Anfield, aðalliturinn er svartur en sá rauði er auðvitað einnig til staðar.



Þegar stemmningin er sem best á Evrópukvöldi á Anfield eru fánar og borðar stór hluti af stemmningunni, hver kannast ekki við köflóttu fánana sem blakta í Kop stúkunni rétt fyrir leik ? Nýja treyjan sækir innblástur inn í ákkúrat þetta enda er hefðin fyrir mögnuðum Evrópukvöldum sterk hjá félaginu. Framan á treyjunni er munstrið köflótt og rauði liturinn er áberandi á hliðunum en merki félagsins og Nike merkið eru einnig rauð. Stuttbuxurnar eru svartar og merkin rauð eins og á treyjunni.


,,Það er ávallt sérstakt að klæðast Liverpool treyjunni, sérstaklega fyrir framan okkar eigin stuðningsmenn í Evrópukeppnum," sagði Alex Oxlade-Chamberlain. ,,Það eru ekki til nein orð sem lýsa því hvernig það er að ganga út á völlinn á þessum mögnuðu kvöldum. Treyjan endurspeglar stemmninguna á þessum kvöldum úr sögu félagsins og ég get ekki beðið eftir því að klæðast henni á komandi tímabili," bætti hann við.

Treyjan var í boði í sérstakri forpöntun í netverslun Liverpool en seldist upp þar. En almenn sala hefst þriðjudaginn 15. september.

Hér má sjá fleiri myndir af treyjunni.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan