| Sf. Gutt
Landsleikjum í Þjóðadeildinni lauk í gærkvöldi. Tveir leikmenn Liverpool komu við sögu. Einn fyrrum leikmaður Liverpool lék sinn fyrsta landsleik.
Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold voru í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í Kaupmannahöfn. Leiknum með steindauðu jafntefli án marka. Rétt fyrir leik var tilkynnt að Trent hefði verið kosinn Ungi leikmaður ársins. Conor Coady, fyrirliði Wolverhampton Wanderes, lék sinn fyrsta landsleik. Hann ólst upp hjá Liverpool. Svo var Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, í enska liðinu.
Dejan Lovren, nýbakaður Englandsmeistari, skoraði fyrir Króata gegn Frökkum í París. Úrslitin urðu þau sömu þegar liðin mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum. Frakkar unnu 4:2.
Simon Mignolet, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn á sem varamaður þegar Belgar burstuðu Ísland 5:1. Þetta var 25. landsleikur hans. Simon leikur nú með Club Brugge. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, var í liði Íslands.
Ekki er annað vitað en fulltrúar Liverpool hafi komið heilir heim úr landsleikjunum. Það er eins gott enda hefst Úrvalsdeildin á Englandi um helgina.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Landsleikjum í Þjóðadeildinni lauk í gærkvöldi. Tveir leikmenn Liverpool komu við sögu. Einn fyrrum leikmaður Liverpool lék sinn fyrsta landsleik.
Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold voru í byrjunarliði enska landsliðsins á móti Dönum í Kaupmannahöfn. Leiknum með steindauðu jafntefli án marka. Rétt fyrir leik var tilkynnt að Trent hefði verið kosinn Ungi leikmaður ársins. Conor Coady, fyrirliði Wolverhampton Wanderes, lék sinn fyrsta landsleik. Hann ólst upp hjá Liverpool. Svo var Raheem Sterling, fyrrum leikmaður Liverpool, í enska liðinu.
Dejan Lovren, nýbakaður Englandsmeistari, skoraði fyrir Króata gegn Frökkum í París. Úrslitin urðu þau sömu þegar liðin mættust í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum. Frakkar unnu 4:2.
Simon Mignolet, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn á sem varamaður þegar Belgar burstuðu Ísland 5:1. Þetta var 25. landsleikur hans. Simon leikur nú með Club Brugge. Fyrrum félagi hans hjá Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, var í liði Íslands.
Ekki er annað vitað en fulltrúar Liverpool hafi komið heilir heim úr landsleikjunum. Það er eins gott enda hefst Úrvalsdeildin á Englandi um helgina.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan