| Grétar Magnússon
Hollendingar og Skotar spiluðu í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og þeir Gini Wijnaldum, Virgil van Dijk og Andy Robertson spiluðu allir.
Andy Robertson var að sjálfsögðu fyrirliði sinna manna sem mættu Tékkum á útivelli í B-deildinni, riðli 2. Skotar sigruðu 1-2 og vann Robertson vítaspyrnu sem Skotar nýttu og tryggði þeim sigurinn.
Skotar eru á toppnum í sínum riðli eftir tvo leiki.
Aðra sögu er að segja af Hollendingum en Wijnaldum og van Dijk spiluðu einnig allan leikinn gegn Ítölum í Amsterdam. Ítalir sigruðu 0-1 og eru á toppnum í riðli 1 í A-deildinni, Hollendingar sitja í öðru sæti.
Það er þó fyrir öllu að þeir þrír komust óskaddaðir frá leikjunum og ættu því að vera klárir í slaginn um helgina þegar okkar menn taka á móti nýliðum Leeds United á Anfield.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Andy Robertson var að sjálfsögðu fyrirliði sinna manna sem mættu Tékkum á útivelli í B-deildinni, riðli 2. Skotar sigruðu 1-2 og vann Robertson vítaspyrnu sem Skotar nýttu og tryggði þeim sigurinn.
Skotar eru á toppnum í sínum riðli eftir tvo leiki.
Aðra sögu er að segja af Hollendingum en Wijnaldum og van Dijk spiluðu einnig allan leikinn gegn Ítölum í Amsterdam. Ítalir sigruðu 0-1 og eru á toppnum í riðli 1 í A-deildinni, Hollendingar sitja í öðru sæti.
Það er þó fyrir öllu að þeir þrír komust óskaddaðir frá leikjunum og ættu því að vera klárir í slaginn um helgina þegar okkar menn taka á móti nýliðum Leeds United á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan