| Sf. Gutt

Landsleikjafréttir


Það er leikið í Þjóðadeildinni þessa dagana. Neco Williams er hetja í Wales í dag. Tveir Englandsmeistarar spiluðu á Laugardalsvelli í gær. 

Neco Williams spilaði sinn fyrsta landsleik á móti Finnlandi á fimmtudagskvöldið. Hann kom inn á sem varamaður þegar Wales vann 0:1. Harry Wilson kom líka inn á sem varamaður en Ben Woodburn var á bekknum.

Neco gerði gott betur í dag. Hann kom þá líka inn á sem varamaður þegar Wales spilaði á móti Búlgaríu í Cardiff. Leikurinn var að fjara út í viðbótartíma þegar Neco skoraði sigurmarkið með skalla í síðustu sókn leiksins! Magnað hjá þessum efnilega leikmanni!

Í gær léku tveir Englandsmeistarar á Laugardalsvellinum. Joe Gomez var í byrjunarliðinu og Trent Alexander-Arnold kom inn á sem varamaður. England marði sigur 0:1 þegar Raheem Sterling skoraði úr víti í viðbótartíma.  Eftir vítaspyrnu hans fékk Ísland víti eftir að dæmt var á Joe sem braut klaufalega af sér. Birkir Bjarnason tók vítið en skaut yfir. Enskir höfðu því nauman sigur.

Danny Ings fyrrum leikmaður Liverpool kom inn á sem varamaður og spilaði sinn fyrsta landsleik frá því haustið 2015. Það er gleðilegt að hann sé kominn aftur í landsliðið eftir mótlæti síðustu ára. Conor Coady upppeldissonur Liverpool var varamaður. 

Virgil van Dijk og Georginio Wijnaldum spiluðu í 1:0 sigri Hollendinga á Pólverjum. Þessi leikur var á föstudaginn. 

Andrew Robertson var fyrirliði Skota þegar þeir gerðu 1:1 jafntefli við Ísrael. Leikurinn var í Skotlandi.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan